Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 23

Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 23
N ÝMENNING 23 íhaldið á íslandi stendur andspænis óánægðri alþýðu, fagurgali og blíS- mælgi hafa brugSizt, alþýðan krefst að fá að sjá framkvæmdir þess á áhugamál- um hennar síðustu árin. íhaldið tekur upp reykskýjaaðferð ítalska flotans, sem hann beitti í stað athafna, þaS þyrlar upp þylcku skýi af Rússlandsníði, því að í kosningabaráttunni er enginn stuðning- ur að hinum fátæklegu framkvæmdum þess. ÞaS þóttist þó allstátið í byrjun, ekki síður en ítalski flotinn, og gerði til- raun til að sýna afrek sín. ÞaS fyllti 4 litlar lesbækur Morgunblaðsins meS framkvæmdum íhaldsins í höfuðborg- inni síðustu 30 ár. Það átti myndir af þeim öllum. Fjöldi mynda af örfáum barnaleikvöllum fyllti eina lesbókina, -— vellirnir allir til santans Vj vallardag- slátta að stærð í þessu víðáttumikla landi. Næsta lesbók benti mönnum á, að höfuðborgin ætti barnaskóla, meira að segja 3, og þann fjórða í smíSum með ríkisstyrk. Fyrir aðra skóla var eyða í lesbókinni. Þá var bók um rafmagn Reykjavíkur og þótti fádæmi, að slíkt fyndist svo norðarlega á hnettinum. Enn er ótalið, að höfuðstaSurinn á brunalið og vél- helztu leiðtogum þeirra eiga sæti í æðstu fj ármálastj órn ríkisins og hafa á þann hátt mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar. Enn fremur er meiri hluti æSstaráSs Sovétríkj anna meðlimir verkalýðsfélag- anna. Ég veit, aS í þessari stuttu grein er ekki aS finna svör viS öllum spurning- um varSandi byggingu SovétverkalýSs- félaganna. Samt sem áður vil ég aðeins bæta því við, að þau eru reist á hinum fyllsta lýðræðisgrundvelli og beina öllu starfi sínu aS hag meSlimanna. ódýrara en framkvæmdir í bæjarmálum knúnar brunadælur, til notkunar þar sem vatn ekki þrýtúr. Einnig átti bærinn 2 veghefla og eina vélskóflu aS láni. Ollum framkvæmdum eru takmörk sett, og hinar 30 ára framkvæmdir í- haldsins voru hér meS þrotnar. Lesbók- in varð myndasnauS og birti fróSIeik um liSnar aldir. Reykvísk alþýSa sá í 4 litlum lesbók- um framkvæmdir þeirra fulltrúa, sem íhaldiS hafSi valiS til þess aS stjórna höfuSstaðnum síSustu 30 ár. íhaldiS stóS berrúiS í kosningahríðinni. Nú varS aS grípa til reykbombunnar. íhald- ið hafði lengi átt eitt mál málanna, sem hafði verið eina svar þess við óánægju alþýðunnar um mörg ár. Mál þetta sótti það af kappi, hvernig sem áraði. í kreppu og velmegun, í atvinnuleysi og setuliðsvinnu hafði þaS boðað þessa hugsjón sína af innblæstri. Þessi boð- skapur var RússlandsníSiS, og nú skyldi sýna hinni óánægðu alþýðu hinar dæma- lausu framkvæmdir íhaldsins í þessu máli. Hitler vann fylgi sitt á Gyðingahatri, hann lifði einnig lengi á Rússlandshatri. Var íhaldi íslands vandara um en for- ingja Þýzkalands? Fyrst Hitler gat unn- iS fvlgi með rógburSi um aðrar þjóðir, hvers vegna gæti þá ekki íhaldið á ís- landi leikið það eftir? Alþýða Þýzka- lands nærðist á Rússlandsníði og fylgdi í því foringjanum- Slíkt væri einnig full- gott íslenzkri alþýðu. NíðiS gæti bætt upp hinar fátældegu framkvæmdir, í slíkri „dúsu“ voru öll bætiefni ihaldsins, hið eina boðlega, sem það átti, til þess að stinga upp í óánægða alþýðu. ÞaS átti feiknin öll af Rússlandsníði, gamlar syrpur og nýjar, og frá öllu íhaldi heims- ins barst því nóg af nýjum birgðum með hverjum pósti. Þetta var mjög ó- dýrt. ÞaS þurfti ekki valið lið til rit- starfa. Það gat látið þýða Rússlands- níSið, eftir menn með erlendum nöfnum. Það var miklu fínna. Lesbók MorgunblaSsins var gefin út, engin smálesbók með myndum, heldur margföld lesbók, 40 blaðsíður, fullar af lesmáli, ekki um afrek íhaldsins, heldur níð um Ráðstjórnarríkin. Langt austur í Evrópu býr fólk, sem rekið hefur íhaldið af höndum sér og stjórnar sjálft málum sínum. Afrek þess í friði og stríði mundu fylla alla árganga MorgunblaSsins, ef upp væru talin. í- haldið lítur með hatri til þeirrar alþýðu, sem ekki lætur drottna yfir sér, en fyrir- lítur þá, sem það ræður yfir. íhaldið í vestasta landi Evrópu hefur því fengið þá ástríðu að rógbera alþýðu í austustu löndum álfunnar. Þetta er eina köllun þess í alheimsmálum, eina svar þess við hagsmunamálum íslenzkrar alþýðu. ís- lenzk alþýða hefur goldið íhaldinu þunga skatta. Hún hefur með vinnu sinni skapað allan þann auð, sem það ræður yfir, og með vmnu sinni hefur hún því borgað öll útsvör til opinbers reksturs. Henni hefur verið sagt, að auð- ur sá, er hún skapaði íhaldinu, Væri að- eins réttmætur lollur til einstaklings- framtaksins. Henni hefur verið sagt, að þær upphæSir, sem hún greiddi til út- svara, væru notaðar til framkvæmda á áhugamálum hennar, en þær upphæðir eru hundruS milljóna síSastliðin ár. Reykvísk alþýða greiddi síðastliSið ár 30 milljónir króna til framkvæmda á áhugamálum sínum. íhaldið hefur birt henni framkvæmdirnar á prenti. Hálf- reistur barnaskóli, Báruhúsið rifið og Rússlandsníðið fyrir afganginn. Á krepputímum fékk íslenzlc alþýffa, sem leitaði á náðir íhaldsins, aðeins i r

x

Ný menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.