Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 42

Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 42
42 N Ý M E N N I N G verður velmegun fólksins. Þess vegna hafa þjóoir Sovéírikjanna hug á að margfalda auðæíi Iandsins og reyna því að auka afköst sín, menntun og tækni- kunnáttu. Ríkið örvar |)i* vitanlega og styrkir í þessu efni með því að leggja fram geysimiklar fjárhæðir til menntun- ar iðnnema. — Fjárhagsárið 1925—26 voru lagðar 559 milljónir rúblna í þágu menntamála, en áriðl938 voru það 20 þús. millj. rúblur, eða næstum því fjöru- tíu sinnum meira. Um einn þriðji af þessari upphæð rann til iðnmenntunar. Sérhver verkamaður í Sovétríkjunum hefur fullkomið tækifæri til að afla sér menntunar, sem samsvarar vélfræði- eða verkfræðinámi og auk þess hverrar þeirr- ar þekkingar, sem miðar að eflingu iðn- aðarins. Þetta er ekki aðeins gert til þess að efla viðkomandi einstaklinga, heldur leggur ríkið fram aðstoð sína af svo mikilli rausn, vegna þess, að það hefur sett sér það takmark að hefja andlega og verklega menntún verkaly'ðsins í land- inu á það stig, að hún samsvari menntun verkfræðinga og yélfræðinga. Við hverja verksmiðju er haldið uppi námskeiðúm, þar sem hver ólærður verkamaður, sem óskar þess, getur feng- ið þá verklegu menntún,,sem hann hefur þörf fyrir. Við Skorokhodverksmiðjuna, þar sem sá, er þetta ritar, vann fyrir mörgum árum sem óbreyttur verkamað- ur, vinna til dæmis 17000 verkamenn, og um tíu þúsundir þeirra taka þátt í ýmiss konar námskeiðum. Verkamaður, sem óskar þess að auka hæfileika sína og öðlast meiri þekkingu á iðnaði sínum, á kost á því að sækja Stakhanov-tækniskóla í þeirri verk- smiðju, sem hann starfar við. Þeir hafa eianig tækifæri íil að öðlast almenna tæknimenntun. Þeir geta sótt tækniskóla í frístundum sínum eða tekið þátt í bréfaskóla. Þannig getur verkamaður fengið menntun, sem hann kærir sig um, án þess að hætta vinnu eða fara þurt úr aðsetursþorpi sínu. Flestallir háskólar og ýmsir lægri verklegir skólar hafa bréfa- skcladeild, og það námssvið, sem þessir bréfaskólar taka yíir, stækkar alltaf frá ári til árs. Það er fjöldi af háskólum í Sovétríkj- unum, þar sem þeir, sem fyrir skömmu voru óbreyttir verkamenn, eru búnir undir að stjórna stórum iðnaðarfyrir- tækjum. í árslok 1936 höfðu tveir þriðju þeirra verkamanna, sem unnu í stóriðj- unni þegar náð prófi eða voru á verk- legum námskeiðum. Um 350.000 ungir verkamenn stunda nú nám við verk- smiðjuskólana; 385.000 ungir verka- menn gengu inn í teknisku háskólana eina árið 1938. I sérhverri verksmiðju í Sovétríkjun- um er iðnaðarsamband og skipulags- nefnd, auk sérstakrar deildar, sem býr verkamennina undir að taka að sér ábyrgðarmeiri störf. Það er leitazt við að tryggja þeim Sfem bezt námsskilyrði, anhaðhvort í verksmiðjunni sjálfri eða á skólum, námskeiðum o. s. frv. Vöntun á prófi er því ekki til fyrir- stöðu, að menn séu hækkaðir í tigninni. Fjöldi manna, sem sýnt hafa hæfileika við starfrækslu og skipulagningu iðnað- arins, hafa verið gerðir að forstjórum yfir stórum iðjuverum eða yfirumsjón- armönnum á vinnustöðvum, þó að þeir hafi ekki enn lokið námi. Sérstakir kunn- áttumenn og jafnvel prófessorar eru oft fengnir til að aðstoða þetta fólk við að öðlast sem mesta þekkingu á sem stytzt- um tíma. Á síðari árum hefur þúsundum mauna af Stakhanoffistum verið falin stjórn í öllum grelnum iðnaðarins. I þungaiðnaðinum hafa um 5 þúsundir manna verið gerðir að forstöðumönnum verksmiðja, náma, olíulindasvæða o. s. frv. Izotoff og Djukanoff fyrrverandi kola- námumenn eru nú forstöðumenn fyrir- tækj a kolaiðnaðarins. Krivonoss, Ogn- jeff og Bogdanoff áður járnbrautarstjór- ar stjórna nú umfangsmiklum járnbraut- arflutningum. Þannig mætti lengi telja. Nöfn margra Stakhanoffista eru á vör- um allrar þjóðarinnar, en þeir eru menn, sem hafa mjög mikla ábyrgðartilfinn- ingu og hafa náð fullkominni leikni í starfi sínu. Margir þeirra hafa verið kosnir í Æðstaráð Sovétríkjanna. Tök- um til dæmis Alexei Stakhanoff sjálfan, upphafsmann Stakhanoff-hreyfingarinn- ar, Evdokiu og Maríu Vinogradovu, sem vinna í ullariðnaðinum og A. Busygin járnsmið í Gorky bifreiðaverksmiðj- u«ni. Þetta eru aðeins fáir af hinum I. Gudov, vélamaður í kornmylnu. Höfundur aS ýmsum ritgerðum um vinnuskilyrði og launakjör í Ráðstjórnarríkjunum 1 a

x

Ný menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.