Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 31

Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 31
N Ý MENNING 31 sem vinna neðanjarðar (faglærðir málöihöggsu:. im bonm nn, . ái'iu- gangasxniðir, menn sem starfa að sprengingum í námunum, og þeir, sem vinna að flutningi málmgrýtis- ins frá höggstöðunum út í námu- göngin) og all margir starfsmanna- flokkar, er vinna að málmgrýtis- vinnslu ofanjarðar. Styttan vinnudag hafa margir vinnuflokkar í málmbræðsluiðnað- inum (verkamenn, sem bræða brennisteinskís, starfsmenn við bræðsluofna, stálbræðslumenn, málmsteypumenn, koparbræðslu- menn o. fh); enn fremur starfsmenn málmiðnaðar, ef þeir þurfa að fást við ýmiskonar eiturtegundir, svo sem kvikasilfur-, blý- og arsenikeit- ur, starfsmenn annarra starfsgreina, sem hafa í för með sér mikla tauga- áreynslu (störf við útvarpsstöðvar, síma o. f 1.), verkamenn, sem vinna í þéttuðu eða þynntu lofti (fást við ýmiskonar kafaravinnu o. s. frv.), eða þeir, sem vinna við sérstaklega hátt eða lágt hitastig undir beru lofti. , Unglingar 16—18 ára hafa sex- stundavinnudag. Tala þeirra verkamanna, sem hafa ákveðinn sexstundavinnudag, : m j":: íiá. f síeinkolavinnslunni námu slíkir verkamenn 20,2%, í málmgrýtisvinnslunni 28,6%, í hin- um almennu efnagerðum 11,6%, í anilín-litaiðnaðinum 38,3%, i gler- iðnaðinum 31,6%, í aluminíumiðn- aðinum 25%, 30,8% þeirra, sein vinna úr málmjpýtinu o. s. frv. Stytting vinnudagsins fer fram samhliða skipulagðri launahækkun, alit eftir vinnuafköstum. Yfirvinna er yfirleitt ekki leyfð í Ráðstjórnarríkjunum. Hana má aðeins leyfa í sérstökum tilfellum og má yfir árið ekki fara fram úr 120 klukkustundum á hvern verka- mann. A vinnudeginum verður skilyrð- islaust að hafa vinnuhlé, sem er allt frá hálfri klukkustund upp í tvær stundir. Lengd miðdegisvinnuhlés- ins fer eftir eðli vinnunnar og ósk- um starfsmanna í hlutaðeigandi verksmiðju. í miðdegisverðarhléinu dvelur verkamaðurinn í borðsal verksmiðjunnar, þar sem hann get- ur í þægilegu umhverfi fengið sér heitan miðdegisverð eða kaldan bita við veitingaborðið. Verksmiðjufull- trúarnir leggja mikið upp úr því, erað koma upp slíkum borðsölum og því. að verkamönnum sé veittur góður beini í rniðdagshléunum. í mörgum verksmiðjum fara fram stuttir liljómleikar, útvarpstónleik- ar o. fl., sameiginlegur blaðalestur eða aðrar hópskemmtanir, sem hafa það markmið, að veita verkafnÖnn- um sem bezta hvíld í miðdegishlé- unum. Verkamenn Ráðstjórnarríkjanrta hafa stytzta vinnuviku í heiminum: sexdagavikuna (fimm daga vinnu og hvíld á sjötta degi) eða fimm- dagavikuna (fjögurra daga vinntt og hvíld á fimmta degi). Tala hvíld- ardaganna hefur aukizt með þessu og nemur nú með fimmdagaviku 72 dögum á ári. Auk þess eru maí- og októberhátíðimar (hvor f tvo daga), minningardagur Lenins og stjórnarskrárdagurinn. AlþýSunni tryggð hvíld og aðgangur að hvíldar- heimilum og hressingarhælum Til þess að hægt sé að verja hvíld- ardeginum vel, hefur verkafólkið yfirráð yfir mörgum lystigörðum til menningarþarfa og hVíldlar, dag- hressingarheimilum fyrir fjölskyld- ur, hvíldardagheimilum, þar sem fagfélögin, allt eftir aldri hlutað- eigandi verkamannahópa, gera ým- iss konar ráðstafanir til að skipu- leggja hvíldina (alls kyns íþróttir, hljómlist, dansar, skemmtilegir leikir, lestrarsalir, ltvíldarherbergi o. s. frv.). Hver einstakur verkamaður hefur á ári hverju að minnsta kosti tveggja vikna orlof á kostnað ríkisins. Marg- ir verkamannaflokkar hafa auk þess tveggja vikna leyfi til viðbótar (verkamenn, sem vinna að óhollum störfum o. s. frv.), svo að þeirra reglubundna orlof nemur alls heil- um mánuði. Margir flokkar em- bættismanna, kennarar, læknar, vís- indamenn og f leiri, hafa 11/j—2 inán- i

x

Ný menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.