Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 29

Ný menning - 15.01.1946, Blaðsíða 29
NÝMENNING 29 \ reyndum er ekki hægt að hnekkja. Menn geta flett upp í Vísi og Morg- unblaðinu í október og nóvember til að sannfærast um sannleiksgildi þcssara orða. Og hvað fólst að baki leiknum? Hvernig gat það átt sér stað, að annað málgagn forráða- flokksins í höfuðstaðnum skvldi ekki kinoka sér við að birta Iirein- ræktuð landráðaskrif iivað eftir ann- að? Ástæðan var einfaldlega sú, að forkólfar íhaldsins, hinir flugríku licildsalar, braskarar, spákaupmenn og lýðskrumarar, sáu Ijóslega, að þeir voru að missa völdin. Og þá var aðeins eitt ráð fyrir hendi: að svíkja þjóðina, framselja frelsi hennar og sjálfstæði til Bandaríkjanna, en freista þess síðan með tilstyrk er- lends herliðs að kúga alþýðuna og hneppa samtök hennar í voveiflega og þéttriðna fjötra. Og til þess að gera þcssar þokkalegu fyrirætlanir auðveldari í framkvæmd, var ný Rússagrýla vakin upp í skyndi, er átti að hræða þjóðina til að samþykkja landráðin. Alþingi hefur að vísu borið gæfu til að láta ekki að vilja Bandaríkjanna, en hverjum ber að þakka, að það brást ekki sögu lands og þjóðar á þessari öriagastund? Þingmenn Sósíalistaflokksins þurfa ekki að roðna fyrir þcirri spurn- ingu. En hvernig var hljóðið í vel- flestum þingmönnum íhaldsins langt fram eftir nóvembermánuði? Islenzka þjóðin getur hugleitt það um sinn, hún mun einhverntíma komast að hinu sanna í málinu. En eitt er víst: mennirnir, scm tigna og dýrka peningana framar öllu,* eru ekki af baki dottnir. Og Rússa- grýlunni hefur aldrei verið veifað ákafar en nú. Cvir kjirondan.ua í'haldið cr í dauðateygjunum. Það er að missa völdin í Reykjavík, hægindið morknar undir því, kjós- „Lýðræðisstefna44 Morgunblaðsins Sunnudaginn 5. marz 1933, tæpri viku eftir að nazistar kveiktu í ríkisþinghöllinni, efndi Hitlersstjórnin til gervikosninga í Þýzkalandi. Morgunblaðið réð sér ekki fyrir hrifningu og birti eftirfarandi lofgerSarorð um nazistastjórnina (Leturbreytingar vorar) : • „Þingkosningar í Þýzkalandi fara fram í dag og verða áreiðanlega þær merkilegustu, sem þar hafa farið frtm síðan fyrstu lýðveldiskosningarnar voru. Kommún- istar byrjuðu kosningarnar með því hermdarverki að kveikja í Ríkis- þisghöliisni og jafnframt ætluðu þeir að koma af stað borgarastyrj- öld í landimi, þannig að ekki væri unnt að ganga til kosninga. En þessi Lokaráð snerust svo í höndum þeirra, að nú er ríkisstjórnin einhuga um það, að eyða þessum óaldarflokki algerlega. Foringjar hans hafa verið handteknir hópum saman, seinast í gær var Thál- mann tekinn og flokkinn má víst að mestu kalla forustulausan. Ýmsir jafnaðarmenn hafa og gert sig hera að því að draga taum kommún- ista gagnvart ríkisstjóniinni og verðu ekki séð hver áhrif það hefur á flokkinn að stjórnin bannaði blaðaútgáfu hans fram yfir kosning- ar. Samvinna milii kommúnista og jafnaðarmanna mun lítt hugsan- !eg, því svo mikið djup hefur verið staðfest milli flokkanna. Seniii- legt er að hin djarfa framkoma stjórnarinnar muni auka fylgi hennar víðsvegar um landið, enda þótt ekkert tillit sé tekið til þess, sém valdboð hennar gegn andstöðuflokkunum muni hafa.“ Þetta er nu lýðræði að skapi Morgunblaðsins, þegar nazistastorm- sveitir smala mönnum á kjörstað og vopnaðir stjórnarfulltrúar stahda yfir kjósendum, á meðan þeir krossa við nöfn nazistafulltrúanna. Það eru að dómi Morgunblaðsins „áreiðanlega þær merkilegustu“ þing- kosningar, sem fram hafa farið í Þýzkalandi, síðan fyrstu lýðveldis- kosningarnar voru. Það er auðvitað ekkert við það að athuga, að nazistastjórnin bannaði blöð Sósíaldemókrata fram yfir kosningar, því að sumir þeirra höfðu „gert sig bera að því að draga tauisl kommúnista gagnvart ríkisstjórninm." Þessi „djarfa framkoma stjónsai'ianar" (morðin, fangelsánirnar, afnám málfrelsis, prentfrelsis, fundafrelsis og annarra lýðréttinda) vekur auðsjáanlega fyllstu aðdáun og hrifningu Morgunblaðsinsv 1 1 .. ................. ............. . 'I 1 ....... .... 1 '"W'

x

Ný menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný menning
https://timarit.is/publication/1953

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.