Islande-France - 01.11.1947, Síða 15

Islande-France - 01.11.1947, Síða 15
TSLANDE - FRANCE 13 ANDRE RDUSSEAU, LEKTDR VIÐ HASKDLA ÍSLANDS : Aðstaða franskrar tungu í heiminum IWVAÐ ER ÞAÐ, ““ sem gert hef- ur franska tungu að alheimsmáli ? Hversvegna á hún þessi forréttindi skilið? Þannig hljóðaði úrlausnarefni, sem einn háskóli Ev- rópu bauð upp á allra þjóða rithöf- undum í lok 18. aldar, eða nánar tiltekið árið 1784. Valið á efninu gaf sjálft til kynna, að forréttindin væru óumdeilanleg. Gagnvart þessari stað- reynd átti aðeins að greina ástæð- urnar. „Frönsk tunga“, svaraði sú ritgerðin, er verðlaunin hlaut, „grein- ir sig frá öðrum tungum vegna þess, live hún er regluleg og skýr í hygg- ingu sinni . . . ákveðin . . ., skyn- samleg, þjóðfélagsleg . . . hún er tunga mannkynsins . . . ávallt ljós í setningaskipun, ágætlega fallin til viðræðna um óhlutlæg efni, og veit- ir hugsuninni öryggi sakir þess, hve hún er reglubundin." Þetta álit virtist ekki vera ofsagt úr því að Rivarol, sem lét það í ljós fyrir dómendum sínum, fékk það staðfest. Það er og athyglisvert, að dóm- endur í þessu máli voru meðlimir akademíu, sem stofnuð var árið 1700 í Berlín af Friðriki 1. í líkingu yið frönsku akademíuna, A sama tímabili skilgreindi Vol- taire í bókinni „Dictionnaire Philo- sophique“ sem aðaluppistöðu í frönsku skapferli „skýra og rökrétta hugsun“. Það, sem ekki er skýrt, er elíki franskt“, sagði hann, en við það bætti svo Stendhal nokkru seinna: „Sá maður, sem ekki er skýr í hugsun á frönsku, er annaðhvort að blekkja sjálfan sig eða reyna að blekkja aðra.“ Þá var það aftur Clemenceau, sem stendur okkur ennþá nær, er skil- greindi franska tungu „sem hið full- komnasta tjáningartæki mannlegrar hugsunar, sem af sjálfu sér íklæðir hinar dýpstu tilfinningar og' hinar göfugustu hugsanir skýrum og ljós- um búningi.“ Mætti nú ekki halda, að þessir vitnisburðir væru aðeins þjóðernis- hroki höfundanna, vegna málsins? Það er harla ótrúlegt, því fjölda- margir útlendingar, sem oflangt mál yrði að telja upp, enskir, amerískir, þýzkir og slavneskir, hafa verið sama sinnis, en það skýrir aftur þá staðreynd, að frakknesk tunga hef- ur ávallt verið talin framar öllum öðrum tunga stjórnmálamannanna, og jafnvel um langt skeið hið eina mál, sem trejrsta mætti í samning- inu ríkja á milli. Þar sem hin franska þjóð vissi nú um þetta tæknilega gildi tungu sinn- ar, þá var henni þarafleiðandi urq- A. RDUSSEAU

x

Islande-France

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Islande-France
https://timarit.is/publication/1955

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.