Islande-France - 01.11.1947, Side 17
ISLANDE - FRANCE
15
ástandi með því að auðvelda aðgang-
inn að frönskunámi við ýmsa land-
skóla og láta kennslu hinna frönsku
kennara ná til fleiri þjóðfélagsstétta.
Þannig hefir t. d. verið komið á fót
í Portúgal kvöldnámskeiðum með
því nær ókeypis aðgangi, og sóttu
þau um 1200 manns, scm flestir
höfðu úr litlu að spila.
Eftir sigurinn 1918 var frægð
Frakklands slík hernaðarfrægð og
hetjudáðir að ])að var tiltölulega
auðvelt að lciða útlendinga til þeklc-
ingar á franskri tungu og franskri
menningu. Af tungu vorri stafaði þá
í heiminum, um nokkurra ára hil,
líkur Ijómi og á 18. öld í hinni
siðmenntuðu Evrópu. En hinn hern-
aðarlegi ósigur 1940 og hin langa
4 ára nótt, sem honum fylgdi, batt
skjótan enda á þetta. I herteknu
löndunum gerði óvinurinn, sem
öfundaði oss af þessum Ijóma, sér
allt far um að láta hann hverfa,
ýmist með ofbeldi eða lævísi.
Tjónið varð þó miklu minna en
búast mátti við, og síðan 1944 hafa
framkvæmdir verið slíkar, að aðal-
ritari Alliance Francaise, herra Marc
Blancpain, hefir nýlega komizt þann-
ig að orði, „að aðstaða franskrar
tungu í heiminum er betri nú en
1939.“ Ástæðurnar fvrir þessari stað-
reynd eru margar, en höfuðástæðan
er sú, að þegar örbirgðin og hin
efnalega eymd skall yfir oss, varð
oss það greinilega Ijóst, að tunga vor
og andi voru hin traustustu verð-
mæti, sem vér áttum til, og að oss
bar skylda til að bjóða þau umheim-
inum. Sú deild utanríkisráðuneytis-
ins, sem hefir menningarlega starf-
semi með höndum, hefir ckki mikil
efni til umráða, ef liorið er saman
við slíkar stofnanir annarsstaðar, cn
fulltrúar hennar og kennarar hitta
allsstaðar fyrir sér menn, sem meta
mikils franska menningu og eru þeim
því til trausts og halds.
Þau eru því allmörg ennþá löndin,
þar sem frönsk tunga er iðkuð. Vér
nefnum aðeins nokkrar tölur, scm
tala sínu máli. I Grikklandi eru nú
9000 nemendur í skólum Alliance
Fran^aise á móti 2500 árið 1939.
Ilinn franski menntaskóli í Kairo
tekur á þessu ári við 1800 nemcnd-
um. A móti hverjum 300 nemendum
hjá Alliancc Frangaise í Mclbournc
fyrir ófriðinn, koma 400 árið 1944,
668 árið 1945 og 1230 árið 1946.
Hinar hrasilisk-frönsku mennta-
stofnanir, sem töldu ekki langt yfir
1500 innritaða nemendur árið 1944,
töldu yfir 4000 árið 1946.
Er hægt að segja, að keppni sé á
milli ensku og frönsku? Eg held
ekki. Hvor tungan um sig er með
sínu sérstaka einkenni, hin fyrr-
nefnda er tunga verzlunar og við-
skipta, ferðalaga og tækni, lnin er
og ágætlega fallin til ljóðagerðar.
Hin síðarnefnda cr svo aftur á móti
tunga réttarfarsins, samninga og
sáttmála, heimspeki og hinna dýpstu
andlegu samskipta, aðalsmerki and-
ans. Ég vil svo enda á því að taka
hér upp ummæli herra George
Duhamel, sem hann viðhafði einu
sinni i ræðu. „Allar tungur eru fagr-
ar og virðingarverðar, þar eð þær
lýsa mannlegri hugsun. Um vora
tungu er það að segja, að vér höfum
ekki í hyggju að þvinga henni upp