Islande-France - 01.11.1947, Side 20
18
ÍSLANDE - PRANCK
mælikvarða og fagran en haí'a þó
til hliðsjónar liðna tíð og vera gædd-
nr nanðsynlegri sálarró. Alphonse
Daudet var vissulega ekki frekar en
hin eldri samtíðarskáld hans, Gon-
court-bræður, gæddur lyndiseinkunn
hins skapandi snillings. í öllum bók-
Um sínum þarf bann stöðugt að
styðjast við veruleikann, við per-
sónulega atburði, sem annaðhvort
bann sjálfur eða vinir hans böfðu
reynt. Hann skáldar alltaf út frá
sönnum viðburðum. A móti þessu
vegur svo hið næma lífsviðhorf bans,
bin aðlaðandi lýsing á tíðarandan-
um, frábær frásagnarhæfileiki og
síðast en ekki sízt stílsnilldin.
Hjá honum var lífsviðhorfið, lífs-
tilfinningin, í samræmi við samúð
bans með öllu lifandi; hann var
mannvinur og tólc þátt í lífskjörum
þeirra af bjartnæmum innileik og
blíðu. Enginn skáldsagnahöfundur
lionum samtíða er jafn víðs fjarri og
hann hinni kaldhæðnu óhlutdrægni
manns eins og Flaubert eða hinni
illkvitnu og meinfýsnu hlutlægni
náttúruhyggjumannanna. Nægir í
þessu efni að benda á eitt dæmi.
Skáldsagan Jack eftir hann (þótt
ekki sé sú bezta af verkum hans)
hefir komið út og kemur ennþá út
tárunum engu síður en David Copp-
erfield eftir Charles Dickens. Þján-
ingafull og eyðilögð mannsæfi vekur
hjá höfundinum hryggð og gremju
samtímis, og hann kemur oss líka
til að finna til þess sama. Þessar
sömu tilfinningar hafa leitt hann til
að semja aðra bók, frábæra, l’Evan-
géliste, sem lýsir mannsæfi, sem eyði-
lögð er af ofstækisfullum kvenpré-
dikara. Þá er að nefna snilldarritið
Sapho, þar sem lýst er æfi trúðleik-
ara eins, sem fer í hundana vegna
ástamáia, og er sama efni einnig gerð
skil í Les Femmes d’artistes.
Þótt Les Rois en exil sýni, að ekki
verði þess krafizt af skáldinu að lýsa
Parísarlífinu neðan frá (flestar bera
bækur hans undirtitilinn Moeurs
Parisiennes) verður Daudet samt
sem áður frábær lýsandi siðvenj-
anna, þ. e. a. s. lýsandi á siðum og
liáttum millistéttanna, hins daglega,
raunverulega, sanna og áþreifanlega
fólks. Að vísu lýsir hann ekki hinu
stórbrotna, mikilfenglega leiksviði
lifsins, heldur hinu hversdagslega
lífi, sem rennur fram í lygnum
straum, sem slær á bliki glaðværð-
ar og hins létta gamans, er var einn
snari þátturinn í lyndiseinkunn þessa
suðurfrakkneska manns.
Þá má vissulega ekki gleyma öllu
því, sem hinn dáði höfundur að Tar-
tarin de Tarascon á að þakka sínu
provensalska umhverfi. Þessi Nimes-
verji var fæddur félibre, og honum
er eðlilegt, að strá salti hinna próv-
ensölsku sagnasnillinga í nokkur rita
sinna. Þessum suðurfrönsku „typ-
um“ var framúrskarandi vel tekið.
En ekki væri samt rétt að skoða þær
sem sannsögulegar persónur eða ein-
kenni suðurfransks hugsunarháttar
eins og samtíðarmenn hans gerðu.
I Tartarin og Numa Roumestan hef-
ir höfundurinn búið söguhetjurnar
til, sem skemmtimyndir (karikatur)
og til útflutnings. Að vorri hyggju
er þetta sá þáttur verka hans, sem
einna helzt er nú farinn að dofna,
en aftur á móti verða Contes du