Islande-France - 01.11.1947, Page 23
ISLANDE - FRANCE
21
Sem ferðamaður hefir Marmier
áttað sig vcl á sérkennum og feg-
urð hins íslenzka landslags. Hann
sá ekki aðra mcrkisstaði en Þing-
velli, Geysi og Hcklu. En allt vakti
þetta mikla hrifningu í brjósti hans.
Þannig skrifar hann: „Þetta land,
Island, er svo fagurt og svo tignar-
legt, að sá, sem sér það, gleymir því
aldrei“. Lýsing hans á Þingvöllum
er samboðin staðnum; eða á að
minnsta kosti að vera það. Og hér
er lýsing lians á útsýninu frá hæð
einni við Reykjavík: „Svissnesku
fjöllin, Pyreneafjöllin og Alpafjöllin
hafa ekki til að hera þenna tæra
litblæ, þessi Ijómandi litbrigði, sem
málarinn dáist að án þess að geta
lýst þeim . . . Á þessari stundu her
allur ])essi hluti Islands keim af
landslagi við Miðjarðarhaf. Miðjarð-
arhafið er ekki tærara en þetta haf
hér í norðri, og himinn Suðurlanda
ekki fegurri“. Hann notar þessar
samlíkingar til þess að gefa hug-
mynd um hin sterku áhrif, sem liann
hefur orðið fyrir, en annars var hon-
um fyllilega ljóst, að Island átti
hvergi sinn líka.
„Islandssaga“ hans, sem er 400
blaðsíður, skiptist í kafla, er svara
til aðaltímabilanna í sögu landsins
og til höfuðeinkennanna í menningu
]>ess. Hér eru dregnar meginlínurn-
ar í sögu landsins, án þess að hægt
sé að finna neinar meiriháttar
skekkjur — að minnsta kosti að því
er heildina snertir. Þar er ritgerð
um „Ultima Thule“, sem hann reyn-
ir að ákveða, hvaða land sé, eins og
svo margir aðrir á undan honum.
Og hann getur þess réttilega, að höf-
undar þeir, sem um það hafa talað,
hafi heimfært ])etta nafn upp á mis-
munandi lönd. 1 bókinni er lýsing
á landinu, saga landnámsins, þar
sem hann styðst við Landnámu,
stofnun Al])ingis, kristnitakan. Þar
nemur hann staðar og lýsir i tveim-
ur löngum köflum goðafræði Norð-
urlanda og hinum fornu siðum Is-
lendinga. Hann reynir að gera grein
fyrir víkingunum og þcirra háttum
og varar við að taka það trúanlegt,
hvernig þeim er lýst af höfundum
frá þeim þjóðum, sem áttu að húa
við rán þeirra og gripdeildir. Hann
telur einnig upp dyggðir þeirra: orð-
heldni, trúfestu gagnvart vinum og
vandamönnum, gestrisni, hugrekki
og viðhjóð á lýgi. Þá talar hann um
hinar miklu menningarlegu fram-
farir, sem klaustrin og skólarnir hafi
haft í för með sér. Og síðan er lýs-
ing á því, hvernig höfðingjastjórnin
hreyttist í fámennisstjórn, hún aft-
ur i stjórnleysi, sem endaði með því,
að þjóðin glataði sjálfstæði sínu.
Hann hefir gert fulla grein fyrir
því, að upptökin að ógæfu og hnign-
un íslenzku þjóðarinnar eru þau, að
Islendingar missa skip og glata þar
mcð verzluninni úr höndum sér. Og
hann lýsir rétt og átakanlcga hin-
um ömurlegu afleiðingum dönsku
cinokunarinnar.
Xavier Marmier á miklar þakkir
skildar fyrir það, að i bókmennta-
sögu hans kemur fram glöggur skiln-
ingur á þýðingu og ágæti miðalda-
bókmennta íslendinga. Hann sekkur
sér fyrst og fremst niður í Eddurnar,
þýðir sum Eddukvæðin og reynir að
gefa nákvæma hugmynd um efni