Voröld - 15.02.1949, Side 12

Voröld - 15.02.1949, Side 12
úr 1)org og byggð 4* Á neðri myndinni sést björgunarflugvél í Keflavík og bátur- inn undir henni. Á efri myndinn er báturinn, sem flugvélin getur kastað í fallíblíf, uppsettur með seglum, en fyrir fram- an hann liggur al-lt þáð, sem er í bátnum og flekanum skip- brotsmönnum til aðstoðar. Flugvirki nwð „gulan maga6i. Síðan styrjöldinni 'lauk, hafa íslendingar oft séð gam- alt flugvirki, sem virðist vera gulmálað á „maganum,11 fljúga. yfir iandið. Flugvirkin eru raunar tvö og til- heyra þau flugbjörgunarsveit þeirri, sem hefur taðsetur á KeflavíkurflugvelH. Er kostn- aður við hana greiddur af Bandaríkj unum og flugmenn- irnir eru amerískir, en ein- stakar ríkisstjórnir hafa hald- ið uppi slíkri björgunarstarf- semi, þar tii alþjóðasamtök gera ráðstafanir til að skipu- leggja hana og ráðstafa kostn- aði á milli rikja. Þetta „,gula“, sem menn sjá undir flugvirkjunum, er björgunarbátur. Ef flugmenn- irnir sæju skipbrotsmenn á sjó, gætu þeir flogið lágt og látið 'gula bátinn svífa í fail- hlíf til þeh-ra. Hann er þann- Lg útbúinn, að illmögulegt er að hvoifa eða söklwa honum. í .bátnum eru margs konar þægindi, matur, vatn, hjú'kr- unarvörur, blys og yfirleitt allt, sem skiþbrotsanenn kajm að vanhaga ium. Hreyflar eru í bátnum og hægt er ejn.nig að setja upp segl. Oliu þessu er mjög hagan- lega fyrir komið, og er byggt á langri reynslu, sem fékkst í þessum efnum á stríðsárun- um. Fylgja jafnvel bæklingar, sem gefa skipbrotsmönnun- um allar nauðsynlegar leið- beiningar. Þessar flugvélar hafa oft tekið þátt í leit að öðrum flugvélum og skipum, sem saknað hefur verið hér við land, en ennþá mun ekki hafa reynt á björgunartækin. Fertugur skóli. Ekki eru hér á landi ýkja- margir þeir skólar, sem komn- ir eru svo til ára sinna að vera rneira en fertugir, en á síðast liðnu hausti bættist einn í þeirra hóp, Kennara- skóli íslands. Starfað hafði hann þó ekki nema 39 vetur, þvi að kennsla féll niður vet- urinn 19Í7—1918. Á ‘þessum 40 árum hafa lokið ahnermu kennaraprófi við skólann 871 nemandi, 344 konur og 527 karlar. Þá hafa og lokið prófi við skólann* 50 stúdentar, 31 m'eð sérprófi í verklegum greinum, eða sam- tals 952, 24 að meðaltali á ári hverju, lef miðað er við 39 starfsár. Séra Magnús Helgason skólastjóri setti skólann í fyrsta sinn 1. ökt. 1908. Frey- steinn Gunnarsson skólastjóri minntist fertugsafmælis hans 1. okt. 1948. Þeir tveir hafa einir verið skólastjórar skól- ans. 12 V O R Ö L D

x

Voröld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Voröld
https://timarit.is/publication/1956

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.