Voröld - 15.02.1949, Blaðsíða 23
*
1>lö<l og útvarp
Mánudagsblaðið
Jón Reyikvíkingur.ihefur nú
urn nokkurra mánaSa skeið
verið eitt af eftirlætis umræðu1-
efnum manna við kaffiborð
bæjarins. Margir fullyrða,
hver hann sé, en enginn getur
sannað tilgátur sinar. Það er
talað um Guðbrand Jónsson
prófessor (hann neitar opin-
berlega), Karl Ísfeld, Vilmund
Jónsson, Einar Magnússon,
Boga Olafsson, Tómas Guð-
mundsson, Jónas Sveinsson,
Svein Bergsveinsson og marga
fleiri. Hver, sem hann er, þá
er Jón Reykvíkingur vinsæl-
asti liður Mánudagsblaðsins,
og að spyrja ritstjóra blaðsins
um þennan dularfuilla rithöf-
und, er svipað og að ávarpa
Esjuna.
Þetta er þó aðeins ein af
mörgum -gátum, isem mönnum
er tíðrætt ura í sambandi við
Mánudagsblaðið. Hverjir
standa á bak við það? Hver
skrifar árásargreinar blaðs-
ins? Ilver er þessi ritstjóri?
Sumum þessara snurninga er
hægt að fá svar við. Ritstfór-
inn fullyrðir og leggur á það
áherzlu, að engir dularfullir
valdamenn standi á bak við
rjtið, það sé hans afsprengi og
eign. Hann segist sjálfur hafa
skrifað allar forsíðugreinar
blaðsins, sem mesta athygli
hafa vakið. Og varðandi það,
hver ritstjórinn sé, því er
auðsvarað.
Agnar Bogason er sonur
Boga Ólafsisonar yfirkennara.
Hann er 27 ára gamall, varð
stúdent 1940, fór veslur um
haf, var í Texas við tann-
læknanám í tæplega tvö ár,
hættj við það og tók upp
V O R Ö L D ,, ; Í !
stjórnmálanám í Chicago.
Hann . kom heim 1946, vann
tæplega ár við Morgunblaðið,
en stofniaði svo Mánudagsblað-
ið síðastliðið haust.
Tilgangur Mánudagsblaðs-
ins er, að sögn ritstjórans, að
taka fyrir mál, sem pólitisku
flokkarnir leiða hjá sér af ein-
hverjum ástæðum. Af slíkum
málum hafa þrjú birzt með
feitu letri á forsíðu blaðsins:
1) Verðlag á brennivíni á
Borginni og fleira varðandi þá
stofnunin; 2) Meðferð drukk-
inna hjá lögreglunni, sérstak-
Agnar Bogason.
lega í kjallaranum. Mólið fór
til rannsóknar á æðri stöðum;
3) Árásin á útgerðarmenn,
sem varð til þess að LÍÚ boð-
aði ritstjórann á fund til að
standa fyrir máli sinu. Hann
hlýddi auðvitað ekki boði
þess dómslóls.
Þjóðviljinn gaf snemma út
dánarvot'torð fyrir Mánudags-
'blaðið. En hvort sem mönnum
líkar betur eða verr sú teg-
und blaðamennsku, sem þar er
' við Iíði, þá er þegar sannað, að
hér -er markaður fyrir slíkt
blað. Upplagið er nú, að sögn
ritstjórans, 6.500.
. ^ ■ ' rr^
MisJieppnuð
-'fiif r»v ' 'r'i
tilraun
Snemma í styrjöldinni ný-
afstöðnu hóf göngu sina í
New York dagblað, er „PM“
nefndist, og var á marga lund
nýstárlegt. Það birti engar
auglýsingar, og setti frétta-
efni sitt upp á svipaðan hátt
og tímarit, • skilmerkilega
flokkað. Blað þetta var rót-
tækt í skoðunum, studdi mál-
stað blökkumanna, Gyðinga
og annarra kynflokka, sem
ofsóttir hafa verið á ýrnsum
stöðum í heiminum. Blaðið
vakti athygli, og hlaut um
100.000 eintaka útbreiðslu.
Mönnum kann að virðast
það einkenniilegt, að á bak
við þetta róttæka umbóta-
blað stóð einn mesti auðkýf-
ingur Bandaríkjanna, Mar-
s'hall Field. En blaðið gat
ekki borið sig, það stóðst
ekki samkeppni auðvalds-
blnðanna um fiöldahylli.
Blaðið varð því að láta af
þeirrj stefnu að birta ekki
auglýsingar, en jafnvel það
ráð 'duaði ekki. I fyrravor
seldi Marshall Field „PM”,
Hinir nýju eigendur skýrðu
blaðið ,,Star“ og br-eyttu því
á ýmsa .lund. Útbreiðslan
jókst í 140 þús., en það var
ekki nóg. Blaðið bar sig ekki,
og rétt eftir nýárið hætti það
að koma út. Þar með lauk
merkilegri tilraun í blaða-
mennsku á sorglegan hátt.
23