Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 22
BJÖRN BJARNASON:
Af alþjóðavettvangi
Alþjóðaráðstefna vinnandi kvenna.
Að tilhlutun Alþjóðasambands
verkalýðsfélaga, WFTU, verður á
næsta ári, 14—17 júní, haldin ráð-
stefna vinnandi kvenna. Undirbún-
ingsnefnd, sem í eru fulltrúar frá 9
löndum bæði innan og utan Aiþjóða-
sambandsins, hélt fund 29. sept. til 2.
okt. og gekk þar frá ávarpi og tillög-
um að dagskrá. Tillögur hennar eru:
Eining í launabaráttunni, fram-
kvæmd kröfunnar um sömu laun fyr-
ir sömu vinnu, gegn öllu misrétti,
fyrir bættum vinnuskilyrðum, rétt-
indamál kvenna og baráttan fyrir
friði.
Meiri þátttaka kvenna í starfi og
stjórn verkalýðsfélaganna.
Avarp undirbúningsnefndarinnar
verður birt í næsta hefti Vinnunnar.
Úr bréfi frá Portúgal.
Portúgalska þjóðin, sem í 29 ár
hefur orðið að búa við ógnarstjórn
Salazar og fasistaklíku hans, er svift
hinum frumstæðustu réttindum svo
sem fundafrelsi og réttinum til að
stofna félög. Engin frjáls verkalýðs-
félög eru til og verkfallsrétturinn er
afnuminn. Verkalýðsfélögin voru
bönnuð 1934 en í þeirra stað myndaði
Salazarstjórnin svokölluð „Þjóðleg
verkalýðsfélög“, algerlega undir eft-
irliti stjórnarinnar. Verkamenn eru
skyldaðir til að vera í þessum félög-
um og gjöld til þeirra eru tekin
með öðrum sköttum.
Verkamönnum er bannað að boða
til funda í þessum félögum og forystu-
menn þeirra eru tilnefndir af stjórn-
arvöldunum eða pólitísku lögreglunni.
Þrátt fyrir þessar hindranir reyna
verka-menn að nota félögin sem bar-
áttutæki og einstaka af hinum til-
nefndu forystumönnum vinna með
verkamönnum að hagsmunamálum
þeirra, en eru þá ofsóttir af stjórn-
arvöldunum. Margir þeirra sitja nú
í fangelsum, dæmdir til langrar refs-
ingar og er líf þeirra í yfirvofandi
hættu. Þannig er með hinn ástsæla
foringja portúgalska verkalýðsins,
Alvaro Gunhal, sem setið hefir í
fangelsi í Lissabon síðan í marz 1949.
1950 var hann dæmdur í 12 ára fang-
elsi og eitt ár betur, til „öryggis“.
Þessi viðbót, til „öryggis", getur orðið
framlengd að geðþótta stjórnarvald-
anna og jafngildir raunverulega lífs-
tíðarfangelsi. Allan tímann hefur
hann setið í eins manns klefa og er
beilsa hans nú mjög farin að gefa
sig.
í fangelsum Salazarstjórnarinnar er
184
VINNAN og verkalýðurinn