Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 23

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 23
líf Alvaro Gunhal og félaga hans í yfirvofandi hættu. Barátta portú- galska verkalýðsins miðar að því að knýja fram frelsun þeirra úr klóm fasistanna og heimild til að leita hælis í öðru landi. í því efni treystir portú- galska þjóðin á samhjálp verkalýðsins um víða veröld. IMálmiðnaðarmenn í Hamborg knýja fram kauphækkun Eftir tveggja vikna verkfall hafa málmiðnaðarmenn í Hamborg unnið glæsilegan sigur. Kaup þeirra hækkar um 13 pfenninga á tímann þar til að nýir heildarsamningar verða gerðir. Verkfallið hófst í tveim skipasmíða- stöðvum og tók til tólf þúsund og fimm hundruð manna, en kauphækk- unin sem um var samið nær til hundr- að þúsund málmiðnaðarverkamanna. Samband málmiðnaðarmanna lýsti verkfallið ólöglegt og veitti því enga aðstoð en allur almenningur studdi það. Verkfallsmenn kusu verkfalls- stjórn úr sínum hópi en hún lagði allar ákvarðanir sínar fyrir fjölda- fundi málmiðnaðarmanna til sam- þykktar. Fullkomin eining ríkti í röðum verkfallsmanna og má tví- mælalaust þakka þeirri einingu á- rangurinn. Heildarsamningar verða bráðlega hafnir og munu málmiðnaðarmenn þá ekki láta sér nægja þessa hækkun. Nýafstaðiri samningagerð finnskra og sovézkra stjórnarvalda hefur vakið fögnuð friðarvina um allan heim. Á myndinni hér að ofan sést finnska sendi- nefndin við samningaborðið í Moskvu. VINNAN og verkalýðurinn 185

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.