Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 27

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 27
stjórnarinnar, einkanlega Morgunbl. haldið uppi látlausum hatursfullum árásum á verkalýðssamtökin vegna þeirra kjarabóta, er þau náðu í sex vikna verkfalli. Sýknt og heilagt er því haldið fram í málgögnum ríkis- stjórnarinnar og af forustumönnum hennar, fyrst og fremst Ölafi Thórs, að allur ólestur auðvaldsskipulagsins í atvinnulífi landsmanna sé kjara- bótum verkalýðsins lað kenna. Og meðan kjarabætur verkalýðsins eru bannfærðar, er beinlínis og óbeinlín- is hvatt til verðhækkana á sem flest- um sviðum. Svo langt er gengið í þessum að- förum gegn verkalýðssamtökunum, að ráðherra Sjálfstæðisflokksins tek- ur milliliðina opinberlega að brjósti sér sem saklausa hvítvoðunga. Tilgangur allra þessara aðferða er auðsær: Það á að gera verkalýðsstéttina á- byrga fyrir óstjórninni í atvinnulíf- inu, fyrir eyðileggjandi áhrifum her- námsins á ísienzka atvinnuvegi, en leiða athyglina frá hinum feiknarlega gróða fámennrar yfirstéttar- og her- námsklíku, og vellystingum hennar. Með þessu móti á að skapa hugar- farslegan grundvöll fyrir nýjum stór- árásum á lífskjör alþýðunnar og skerðingu á frelsi samtaka hennar. Það er greinilegt, ekki sízt af þeim anda forsætisráðherrans, er sveif yfir vötnum nýafstaðins Nýjar árásir þings Landssambands á lífskjörin ísl. útvegsmanna, að yfirstéttin er að und- irbúa róttæka kaup- og kjaraskerð- ingu launþeganna um land allt í einu eða öðru formi, og ræna þá a. m. k. þeim kjarabótum, er sex vikna verkfall færði þeim. Og þessa árás á að framkvæma með beitingu rík- isvaldsins. Þetta er í rauninni pólitísk gjald- þrotayfirlýsing valdhafanna, yfirlýs- ing um það, að þeir geti ekki stjórn- að atvinnulífi þjóðarinnar nema með því að kúga hinn vinnandi mann efnahagslega og réttarfarslega. Sá mikli vandi, sem íslenzkum verkalýðssamtökum er nú á höndum, er því fyrst og fremst sá, hvernig þau geti til fulls varið hagsmuni stéttarinnar, tryggt ávinninga kjara- sambandi sem þær tilheyra. — Engum getur verið það meira hugðar- efni, en íslenzkum verkamönnum, að hin alþjóðlega eining takist og þessvegna er ekkert sjálfsagðara en það, að íslenzk verkalýðssam- tök taki sér stöðu í þessari alþjóðlegu einingarfylkingu. En eitt verða þau að gera sér ljóst í þessu sambandi, sem sé það, að því aðeins geta þau verið jákvæður þáttur í þessari baráttu, svo örlagarík sem sú barátta er, að þau haldi vel vöku sinni hér heima, fyrir áreitni sundr- ungarafla og auðvaldsþjóna, sem enn hafa ekki glatað voninni um að ná aftur tangarhaldi á Alþýðusambandi Islands. Islenzkur verkalýður og samtök hans verða að sjá um að sérhver tilraun hægri aflanna í þá átt að endurvinna völd sín innan heildarsamtakana verði dæmd til að misheppnast. VINNAN og verkalýðurinn 189

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.