Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 27

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 27
stjórnarinnar, einkanlega Morgunbl. haldið uppi látlausum hatursfullum árásum á verkalýðssamtökin vegna þeirra kjarabóta, er þau náðu í sex vikna verkfalli. Sýknt og heilagt er því haldið fram í málgögnum ríkis- stjórnarinnar og af forustumönnum hennar, fyrst og fremst Ölafi Thórs, að allur ólestur auðvaldsskipulagsins í atvinnulífi landsmanna sé kjara- bótum verkalýðsins lað kenna. Og meðan kjarabætur verkalýðsins eru bannfærðar, er beinlínis og óbeinlín- is hvatt til verðhækkana á sem flest- um sviðum. Svo langt er gengið í þessum að- förum gegn verkalýðssamtökunum, að ráðherra Sjálfstæðisflokksins tek- ur milliliðina opinberlega að brjósti sér sem saklausa hvítvoðunga. Tilgangur allra þessara aðferða er auðsær: Það á að gera verkalýðsstéttina á- byrga fyrir óstjórninni í atvinnulíf- inu, fyrir eyðileggjandi áhrifum her- námsins á ísienzka atvinnuvegi, en leiða athyglina frá hinum feiknarlega gróða fámennrar yfirstéttar- og her- námsklíku, og vellystingum hennar. Með þessu móti á að skapa hugar- farslegan grundvöll fyrir nýjum stór- árásum á lífskjör alþýðunnar og skerðingu á frelsi samtaka hennar. Það er greinilegt, ekki sízt af þeim anda forsætisráðherrans, er sveif yfir vötnum nýafstaðins Nýjar árásir þings Landssambands á lífskjörin ísl. útvegsmanna, að yfirstéttin er að und- irbúa róttæka kaup- og kjaraskerð- ingu launþeganna um land allt í einu eða öðru formi, og ræna þá a. m. k. þeim kjarabótum, er sex vikna verkfall færði þeim. Og þessa árás á að framkvæma með beitingu rík- isvaldsins. Þetta er í rauninni pólitísk gjald- þrotayfirlýsing valdhafanna, yfirlýs- ing um það, að þeir geti ekki stjórn- að atvinnulífi þjóðarinnar nema með því að kúga hinn vinnandi mann efnahagslega og réttarfarslega. Sá mikli vandi, sem íslenzkum verkalýðssamtökum er nú á höndum, er því fyrst og fremst sá, hvernig þau geti til fulls varið hagsmuni stéttarinnar, tryggt ávinninga kjara- sambandi sem þær tilheyra. — Engum getur verið það meira hugðar- efni, en íslenzkum verkamönnum, að hin alþjóðlega eining takist og þessvegna er ekkert sjálfsagðara en það, að íslenzk verkalýðssam- tök taki sér stöðu í þessari alþjóðlegu einingarfylkingu. En eitt verða þau að gera sér ljóst í þessu sambandi, sem sé það, að því aðeins geta þau verið jákvæður þáttur í þessari baráttu, svo örlagarík sem sú barátta er, að þau haldi vel vöku sinni hér heima, fyrir áreitni sundr- ungarafla og auðvaldsþjóna, sem enn hafa ekki glatað voninni um að ná aftur tangarhaldi á Alþýðusambandi Islands. Islenzkur verkalýður og samtök hans verða að sjá um að sérhver tilraun hægri aflanna í þá átt að endurvinna völd sín innan heildarsamtakana verði dæmd til að misheppnast. VINNAN og verkalýðurinn 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.