Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 28

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 28
baráttunnar og lagt grundvöll að al- mennri framfarastefnu í landinu. Öll reynsla verkalýðshreyfingar- innar, en einkum reynsla hinna síð- ustu ára, hefur sannað, að hið mikla gildi faglegu baráttunnar er ekki ein- hlítt til verndar hagsmunaávinning- um alþýðunnar né til þess að skapa verkalýðsstéttinni þann þjóðfélags- lega sess, er henni ber. Það er segin saga, að óðar en fag- lega baráttan hefur fært verkalýðn- um kauphækkanir eða Faglega aðrar kjarabætur, hef- baráttan og ur vél ríkisvaldsins ríkisvaldið verið sett í gang til þess að gera þær að engu. Ástæðan fyrir því, að þetta hefur tekizt, er sú að ríkisvaldið hefur verið einokað í höndum yfirstéttarinnar að undanskildu hinu stutta og minnis- stæða framfaratímabili nýsköpunar- stjórnarinnar. — Þessi dýrkeypta reynsla hefur leitt til þeirrar einföldu og rökréttu hugs- unar, að til þess að vernda ávinninga faglegu baráttunnar, til þess að tryggja efnahagslega og réttarfarslega farsæld alþýðunnar, verður verka- lýðsstéttin að ná stórauknum áhrif- um á löggjafarvaldið, á ríkisvaldið. Geta verkalýðssamtökin horft að- gerðalaus á það, að ríkisvaldinu sé beitt svo hlífðarlaust sem raun ber vitni til þess að eyðileggja árangur faglegu baráttunnar, án þess að hreyfa legg né lið til þess að ná á- hrifum á þetta sama ríkisvald? Geta verkalýðssamtökin varið það fyrir meðlimum sínum, að reyna ekki að tryggja þeim þau ítök á Alþingi íslendinga, sem dugi til þess að hindra, að árangur langra og harðra verkfalla verði ekki eyðilagður með einu pennastriki? Verkalýðnum er sagt, að samtök hans eigi ekki að skipta sér af stjórn landsins. Honum er m. ö. o. sagt, að samtök hans megi ekki láta sig varða mál eins og það, að Alþingi eða ríkis- stjórn felli gengi íslenzku krónunnar. Með þessum áróðri, sem runninn er beint undan rifjum yfirstéttarinnar, er reynt að setja hina vinnandi stétt og samtök hennar á hinn óæðri bekk, setja á hana annars flokks stimpil. Sá áróður, að samtök þess fólks til lands og sjávar, sem framleiðir auð- æfi þjóðarinnar, megi ekki skipta sér af því, hvernig landinu er stjórnað, hvernig örlagamál launþegastéttarinn- ar eru útkljáð á löggjafarþingi lands- ins, er bein móðgun við alla alþýðu og í andstöðu við almenn mannrétt- indi hennar sem og réttlætiskennd. Það er kaldhæðni örlaganna, að einmitt hægri foringjar Alþýðu- flokksins, sem áður fyrr töldu það líf- akkeri alþýðunnar, að Alþýðusam- band íslands neytti þessara mannrétt- inda, skuli nú ganga fram fyrir skjöldu í því að siða verkalýðssam- tökin og skipa þeim á óæðri bekk. — íslenzka verkalýðsstéttin er að vakna til aukins skilnings á því, að yfirstéttinni má ekki haldast það uppi að leika sér einráð með ríkis- valdið eins og það væri hennar einka- eign. Alveg sérstaklega er skilningur- inn á því að vakna, hvílíka hags- munalega skerðingu og ófrelsi fyrir aiþýðuna einokun Sjálfstæðisflokks- forystunnar á ríkisvaldinu myndi hafa í för með sér. Það er í samræmi við þennan aukna skilning alþýðunnar, að stjórn 190 VINNAN og verkalýöurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.