Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 29
Eins og kunnugt er hefur reipdrætt-
inum milli Frakklands og Bandaríkj-
anna um yfirráðin í Suður-Víet-Nam
lyktað í bráð á þann veg, að leppur
Frakka, Bao Dai, hefur orðið að
hrökklast frá keisaratign sinni, en
Bandaríkjaleppurinn Ngo Din Diem
tekið æðstu völd í landinu. Skop-
teiknarinn Novak hugsar sér þessi
valdhafaskipti í Viet-Nam eins og
meðfylgjandi mynd sýnir.
Alþýðusambands ís-
Frumkvæði lands hefur tekið hið
A.S.Í. sögulega frumkvæði
að sameiningu allra
krafta alþýðunnar á stjórnmálasvið-
inu til verndar og til framdráttar
hagsmunum allrar alþýðu og til þess
að tryggja alhliða framfarir í landinu.
Grundvöllur sá að stefnuskrá, sem
stjórn Alþýðusambandsins hefur
sent Alþýðuflokknum, Framsóknar-
flokknum, Sósíalistaflokknum og
Þjóðvarnarflokknum felur í sér brýn-
ustu velferðarmál íslenzkrar alþýðu
og þjóðarinnar í heild.
Frumkvæði þetta hefur þegar átt
fylgi að fagna meðal alþýðunnar um
allt land. Mörg verkalýðsfélög hafa
þegar lýst yfir fullum stuðningi við
þessa stefnu Alþýðusambandsins. Og
alveg sérstaklega hefir skilningurinn
á samstarfi Alþýðuflokksmanna og
sósíalista aukizt, en það er grundvall-
aratriði í sókn íslenzku verkalýðs-
stéttarinnar til allsherjar einingar.
En þetta mikla einingarverk Al-
þýðusambands íslands er aðeins ha-fið.
Það er hið brýnasta hagsmunamál
íslenzkrar alþýðu í bráð og lengd, að
rísa upp til öflugs stuðnings við þetta
verk og tryggja frumkvæði Alþýðu-
sambandsstjórnarinnar fullan sigur á
sem skemstum tíma.
Það er ekki eftir neinu að bíða. Ó-
vinir verkalýðsins, sem á hverjum
degi krefjast kauplækkunar og kjara-
skerðingar, unna sér engrar hvíldar.
Þeirra styrkur er fjármagnið, einokun
ríkisvaldsins og erlendur her í land-
inu. En þeirra mesti styrkur er samt
sundrung verkalýðsins.
Þesssari sundrungu þarf alþýðan nú
að segja stríð á hendur, og vikja
hverjum þeim foringja til hliðar, sem
torveldar einingu.
Hvert einasta verkalýðsfélag þarf
að lýsa yfir fullum stuðningi við sam-
einingarstefnu Alþýðusambandsins og
stuðla að framkvæmd einingarinnar
hvert á sínum stað. Og í þessu mikla
einingarverki þarf æskulýðurinn að
skipa sér í fremstu röð.
VINNAN og verkalýOurinn
191