Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 30

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 30
EINAR K. FREYR: GIFTING SMÁSAGA Það skrjáfaði í ljósgrænum sam- kvæmiskjólnum hennar. Hún hélt báðum höndum á lofti til þess að verja hann í mannþrönginni, því að hann var úr Ijósgrænu tafti alsettur nælontjulli. Skollitað hár hennar var allt hrokkið eins og á litlu lambi samkvæmt tízkunni. Hún var mjög feit, brjóstamikil og andlitsfríð. Meðal. maður um fertugt með þunnt, slétt og ljóst hár fylgdi henni eftir eins og skuggi. Þau voru að yfirgefa dans- salinn eitt sunnudagskvöld. Þegar hann hafði náð í yfirhafnir þeirra og hjálpað henni í kápuna, sagði hún: Sigurjón, þú mátt ekki fylgja mér heim! Ég bauð þér hingað, hvers vegna má ég ekki fylgja þér heim? hvíslaði hann í anddyrinu. Það er alveg sama! sagði hún og strunsaði út. Hann elti hana og kall- aði til hennar: Halla, því læturðu svona? Þú mátt alls ekki fylgja mér heim! endurtók hún ákveð.'n. Hann hlýddi og fór heim til sín. Úti var myrkt af nóttu og götu- ljósm óvanalcga dauf. Fyrsti snjór vetrarins kom meðan þau voru á d.ansleiknum. Loftið var fullt -af snjó og kulda, en jörðin var ennþá frost- laus. Þess vegna var hún ekki alhvít. Bærinn leit því út eins og salti hefði verið stráð um hann hér og þar. Á leiðinni heim hugsaði Sigurjón um Höllu, þessa laglegu og þróttmiklu stúlku. Hún var vinkona og vinnu- félagi Hörpu systur hans. Þær unnu saman á stóru prjónaverkstæði. Halla var orðin heimagangur á heimili hans. Hann hafði oft áður boðið henni með sér út; í leikhús, bíó og ótal dans- leiki svo ekki sé minnzt á alla knatt- spyrnuleikina. Hann v!ar í knatt- spyrnufélagi og mjög áhugasamur knattspyrnumaður, hafði eitt sinn leikið í úrvalsliði. Hann hélt áfram ferð sinni gegnum bæinn, eftir skuggalegum götum og hugsaði um Höllu. Já, stundum kom hún í her- 192 VINNAN og verkalýSurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.