Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 32
þá yrði Sigurjón áreiðanlega ekki
maðurinn hennar. Sigurjón, hann var
bara járnsmiður, sem trúði meira á
húsbónda sinn en sjálfan guð, föður
forlaganna. Það hafði hún frétt um
Sigurjón. Hitt var svo annað mál,
að ef hún og Sigurjón lentu í ægilegu
bilslysi og slyppu ósködduð úr því,
og nöfnin þeirra kæmu í blöðum og
útvarpi, já, þá myndi hún taka það
sem bendingu um það, að hann væri
maðurinn hennar og hefði verið það
frá upphaíi.
Sigurjón mætti í vinnunni daginn
eftir. Og meðan hann hamraði hvít-
glóandi járnið hugsaði hann um
Höllu. Járnsmíðameistarinn kom tii
hans og sagði:
Sigurjón, þú ert eitthvað leiður í
dag?
Nei, nei, sagði Sigurjón.
Finnst þér kaupið of lágt? spurði
meistarinn.
Nei, í raun og veru er kaupið alltof
hátt, sagði Sigurjón og rökstuddi það
eftir einhverri blaðagrein, sem hann
hafði lesið í kaffitímanum. Sigurjón
trúði öllu, sem stóð í þessu blaði um
kaupgjaldsmálin.
Þú ert líklega rétti maðurinn, sagði
meistarinn. Það ætti að gera þig að
verkalýðsforingja. Ég þyrfti að at-
huga það.
Já, það væri mikill heiður fyrir
mig að verða foringi í verkalýðs-
hreyfingunni, því fylgir líka minni
ábyrgð en að verða meistari.
Þú hefur þá ekki hugsað þér að
verða meistari?
Nei.
Mjög virðingarvert, sagði meistar-
inn. Nokkrum dögum seinna bað Sig-
urjón hann um að gera sér greiða.
Sáftir nágrannar
„Landamæri Rússlands og Nor-
egs hafa ætíð verið þau rólegustu
í allri Evrópu. Öldum saman hafa
þessar tvær þjóðir lifað sem sáttir
nágrannar“, segir nýlega í rúss-
neska tímaritinu „Nýi tíminn“. í
þessu sambandi rifjar blaðið upp
orð Einars Gerhardsen forsætis-
ráðherra Noregs frá 9. júlí s.l. —
En hann komst um þetta þannig að
orði:
„Aðeins einu sinni voru rúss-
neskar hersveitir á norskri jörð:
í seinni heimsstyrjöldinni, þegar
þær frelsuðu okkur á Finnmörk
undan hernámi Þjóðverja."
Hvað viltu að ég geri? spurði meist-
arinn?
Ég ætla að biðja þig að hjálpa mér
að semja ræðustúf.
Ræðu? Ætlarðu að flytja hana í
j árnsmíðaf élaginu?
Nei, í knattspyrnufélaginu. Það
verður bráðlega 25 ára.
Talaðu við mig í kvöld, sagði meist-
arinn og fór út úr smiðjunni.
Halla prjónaði boli og treyjur á
prjónaverkstæðinu. Harpa var við
næstu prjónavél og prjónaði ermar.
Ég er að hugsa um að gifta mig,
sagði Harpa- eitt sinn við Höllu.
Þú svona ung? sagði Halla undr-
andi.
Ég er orðin 20 ára.
Þögn.
Trúir þá ekki á forlög?
Forlög? Nei.
Það getur verið hættulegt að ana
blint út í giftingu án þess að hafa
það á tilfinningunni, að giftingin hafi
194
VINNAN og verkalýöurinn