Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 40

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Page 40
'hélacj idíLksmida 20 ana Vinnan og verkalýðurinn komst á snoðir um, að Félag blikksmiða í Reykjavík ætti á þessu ári 20 ára afmæli, og sneri sér því til formanns félagsins, Kjartans Guðmundssonar, og bað hann segja eitthvað af starf- semi félagsins. Kristinn Vilhjálmsson „Það er þá fyrst til að taka,“ segir Kjartan, „að 28. maí 1935 komu saman nokkrir starfandi blikksmiðir til at- hugunar á félagsstofnun. Var áreið- anlega ekki vanþörf slíks, því kjör blikksmiða voru mjög slæm og mis- ræmi í kaupi og kjörum. Kaup var þá, svo dæmi sé nefnt, frá kr 0.80 — 1.40, og allt þar á milli. En verka- mannakaup var þá kr. 1.36 um klst. í dagvinnu. Á þessum fundi var kos- in undirbúningsnefnd til að semja lagauppkast og boða til stofnfundar, sem var svo haldinn 12. júní 1935. En stofnendur voru 8. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Kristinn Vilhjálms- son, formaður, Ásgeir Matthíasson, ritari, Helgi Hannesson, gjaldkeri. Var stjórninni falið að gera uppkast að kjarasamningi og senda verk- stæðiseigendum. En þeir svöruðu ekki tilboði félagsins. Var því afráðið að boða til vinnustöðvunar, sem kom til framkvæmda 12. júlí. Samtímis var sótt um upptöku í ASÍ. Nokkru eftir að vinnustöðvunin hófst setti Vinnuveitendasambandið verkbann á alla félagsmenn blikk- smiðafélagsins. Það gerðist með þeim hætti að stjórn Vinnuveitendasam- bandsins sendi meðlimum sambands- ins bréf þar sem nöfn félagsmanna voru birt og atvinnurekendum var bannað að taka þá í vinnu. Það verður ekki annað sagt en að hið unga og fámenna félag hafi staðist vel þessa eldraun, því eftir 10 daga verk- fall var samið upp á verulegar kjara- bætur fyrir blikksmiði, en tímakaup- ið varð kr. 1.50 á klst. og vinnuvikan stytt úr 60 í 55 klukkustundir og auk þessa 1 viku sumarfrí með fullum launum. — Þetta var mikill sigur, miðað við aðstæður þá. Síðan hefur félagið átt í mörgum hörðum sennum til að fá kjörin bætt Guðmundur Jóhannsson 202 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.