Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Blaðsíða 41
Stjórn Félags blikksmiða:
Efri röð, talið' frá vinstri:
Ólafur Jóhannesson, ritari,
Hörður Helgason, varamað-
ur í stjórn, Magnús Magnús-
son, gjaldkeri. Neðri röð: Jón
Rögnvaldsson, varamaður í
stjórn, og Kjartan Guðmunds-
son, formaður félagsins.
og orðið mikið ágengt. í janúar 1941
háði það þriggja vikna verkfall;
fékkst þá nokkur haekkun kaups og
stytting vinnuviku. í september 1942
náðust mjög góðir samningar án
verkfalls. Var þá samið um 48 st.
vinnuviku, fast vikukaup og 12 daga
sumarfrí. En um þessar mundir náðu
flest félög svipuðum samningum. Um
haustið 1944 átti félagið í tveggja
mánaða verkfalli. — Á seinni árum
hefur félagið oft orðið að heyja harða
baráttu gegn sífelldum árásum auð-
stéttarinnar á kjörin. Of langt mál
yrði að rekja þá baráttu lið fyrir lið,
en nægt getur að minna á verkföllin
í des. 1952 og í marz—apríl s.l. —
Það segir sig sjálft, að ekki stærra
félag en okkar þarf að hafa góða sam-
Ásgeir
Matthíasson
vinnu við önnur félög, og hefur slík
samvinna tekizt með ágætum á seinni
árum svo sem hið nána samstarf við
Félag járniðnaðarmanna, Félag bif-
vélavirkja og Sveinaféiag skipasmiða.
Miðað við félagatölu hefur félagið
komið upp all myndarlegum sjóðum,
svo sem sjúkrasjóðum o. fl. — Þá
má líka geta þess að félagið hefur
látið til sín taka um skógrækt og er
þegar búið að gróðursetja í Heiðmörk
um 7—8000 plöntur.“
Þetta er nú orðin prýðileg skýrsla
hjá þér, Kjartan En hvað getur þú
meira sagt um félag þitt nú, í sam-
bandi við tvítugsafmælið.
,,Ég hef nú eiginlega sagt í stuttu
máli það, sem ég hef á takteinum úr
starfssögu félagsins. En ég vil bara
segja það að lokum, að tuttugu ára
barátta okkar félags hefur ekki að-
eins fært félagsmönnum marga og
mikilvæga sigra á sviði hagsmuna
og menningar; hún hefur efltsvo mjög
og stælt okkar samtök, að við getum
verið þess vísir, að Félag blikksmiða
mun með fullum heiðri skipa sitt
rúm í baráttu verkalýðssamtakanna
almennt, fyrir því, að vinnandi fólk
öðlist þá hlutdeild í þjóðartekjunum
og það vald í þjóðfélaginu sem því
ber.“
VINNAN ug verkalýðurinn
203