Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 44

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 44
ADDA BÁRA SIGFÚSDÓTTIR, formaður Æ.F.R.: Kvenþjóðin og kaupgjaldið Alltof fáar stúlkur eru gæddar nægjanlegri forvitni til að hnýsast í opinbera launasamninga, sem ekki koma þeim persónulega við og hætt er við. að nokkuð skorti á að við lesum launasamninga eða lög okkar eigin stétta ofan í kjölinn — eða hvernig mætti annars skýra það, hve sjaldan er ritað og rætt um þá háðung sem kvenþjóðinni er gerð í ýmsum launasamningum. Lítum fyrst á samninga Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Þeir eru í tveimur liðum. Undir A-lið heyrir starfsfólk heildsölufyrirtækja og er því skipt í 5 launaflokka. Þrír launahæstu flokkarnir eru eingöngu fyrir karl- menn. Það er skýrt og ótvírætt tekið fram, þó innan sviga, eins og samnings- menn hafi hálf slæma samvizku. Þar eru skrifstofustjórar, fulltrúar og bók- arar (kariar). í 4. fl. kemur svo aðstoðarfólk á skrifstofum og er þeim flokki þrískipt) a) Aðstoðar- og skrifstofumenn (kariar, með verzlunarskóla- eða hliðstæða menntun) grunnlaun byrjanda 1573.00. Síðan kemur b-liður og þá kemur ioks kvenfólkið. Þar eru vélritarar (konur og karlar), sem vinna að bréfaskriftum á þremur erlendum málum, byrjunarlaun 1351.00. Að lokum kemur svo annað skrifstofufólk (konur og karlar). í fimmta og síðasta flokki eru sendlar. Það væri fróðlegt að vita, hversu margir karlmenn heyra undir b og c lið í fjórða flokki. Grunur minn er sá að þar sé kvenþjóðin í öruggum meirihluta. Það fáránlegasta við þessa samninga er þó, ef til vill það, að hvergi er gert ráð fyrir konum með verzlunarskólamenntun. Þær vinna ef til vill alls ekki hjá heildsölufyrirtækjum? Ilvernig skyldi svo málum vera skipað hjá smásalanum?. Þar þurfum við þó ekki lengra en ofan í annan flokk til að finna stúlkurnar. Þar eru deild- arstjórar (konur). Deildarstjórar (karlar) eru aftur á móti í fyrsta flokki. í þriðja flokki eru afgreiðslustúlkur með verzlunarskóla- eða hliðstæða mennt- un en afgreiðslumenn (karlar) með sömu menntun eru flokki ofar eða í öðrum flokki. Sumir segja að kvenréttindabaráttan hafi þegar verið farsællega til lykta leidd og kvenréttindakonur nútímans séu bara með nöldur af gömlum vana. 206 VINNAN og verhalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.