Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 46

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 46
ljóst hverjar kröfur eru gerðar til þeirrar starfsstéttar og eins hitt að starfið er með afbrigðum þreytandi. Til samanburðar má geta þess að bréfberar pósthússins fá laun samkvæmt XII. flokki og eru sízt ofsæmdir af. í XIV. og XIII. flokki eru einnig ritarar á opinberum skrifstofum, stúlkur, sem oft þurfa að vélrita á tveimur eða jafnvel fleiri erlendum tungumálum. Bókarar eru aftur flestir karlmenn, enda taka þeir laun samkvæmt IX. og X. flokki. Ekki verður séð að kröfur þær, sem gerðar eru til bókarans séu öllu meiri en þær sem gerðar eru til ritarans. Sumir karlmenn sem vinna skrifstofu- störf fá titilinn fulltrúar og komast þá feti ofar eða vel það í launastigann, en heldur mun fulltrúaflokkurinn vera fáliðaður af konum. Þegar kemur upp fyrir X. flokk fækkar kvenfólkinu óðfluga og í fyrstu sex flokkunum munu nú vera samtals þrjár konur. Við gætum haldið áfram að rýna í launasamninga og lög og framkvæmd þeirra. Laun verkakvenna eru t. d. yfirleitt ekki nema rösk 70% af launum verkamanna. Þó eru þar nokkrar undantekningar og eiga þær einkum við erfiðustu vinnu í frystihúsum. Næsta athyglisvert fyrirbrigði með tilliti til þeirrar höfuðröksemdar, að kvenfólk dugi ekki til erfiðisvinnu. Sá gleðilegi atburður gerðist fyrir um það bil einu ári að Alþýðusambandið boðaði til kvennaráðstefnu, þar sem sett var það bráðabirgðamark í baráttunni fyrir launajafnrétti, að kvennakaup yrði hvergi lægra en 90% af karlmannskaupi við svipuð störf. Nokkuð hefur þegar áunnizt á því ári sem liðið er frá ráðstefnunni. En langt er eftir að lokamarkinu á flestum sviðum og ætti sú langa bið að sanna okkur, að sízt dugar að staldra við, heldur sækja nú á, hraðar og markvissar en áður. VERKALÝÐSFÉLÖG Framhald af bls. 205. máli vona ég að þú sjáir, að ríkið og verkalýðssamtökin í þjóðfélagi okkar eru ekki andstæður heldur hliðstæður og samherjar, sem keppa að því að verkamenn beri á hverjum tíma sem mest úr býtum. Það, sem ríki og verkalýðssamtök setja efst á starfs- skrá sína er „umhyggjan fyrir mann- inum“. Dæmi: í sambandi við orlofin á vegum verkalýðssambandsins getur sérhver valið um það hvort hann dvelur orlofstíma sinn við sjávar- ströndina eða í háfjallalofti Mestan hluta kostnaðar af húsnæði, ferðum og umönnun manna í orlofi ber verkalýðssambandið. En umhyggjan fyrir manninum getur því aðeins orð- ið að fullkomnum veruleika að ríki og verkalýðsfélög einbeiti sér sam- eiginlega í baráttunni fyrir vernd friðarins og endurreisn föðurlands okkar á grundvelli lýðræðis og friðar. Kæri félagi, Edith. Ég vona að ég hafi getað leyst til hlítar úr spurn- ingu þinni. Sé hins vegar eitthvað, sem ég hefi ekki gert þér skiljanlegt til fulls, er ég reiðubúin að bæta úr því. Það myndi verða mér ánægja, ef við á þann hátt tækjum upp reglu- leg bréfaskipti okkar í milli. Ingrid Tiebel, Krankenschwester Státd. Krankenhaus Cottbus. 208 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.