Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Síða 48
Ársæll Sigurðsson,
trésmiður, Nýlendugötu
13 í Reykjavík hefur á
margt lagt gjörva hönd
um dagana, enda er
hann maður fjölvís og
gagnmenntaðu|r. Þegar
hann snemma á þriðja
tug aldarinnar, kom
heim til landsins, eftir
háskólanám erlendis,
gerðist hann einn af
helztu forystumönnum
í samtökum ungra
kommúnista hér heima.
Hann var við hlið
Brynjólis Bjarnasonar,
einn af leiðandi mönn-
um jafnaðarmannafé-
lagsins Spörtu í Reykja-
vík, sem stofnað var
1926 og var raunveru-
lega hin pólitíska for-
ystusveit róttækra sósí-
alista á íslandi, þar til
kommúnistaflokkurinn
var stofnaður. Ársæll
var ritari í stjórn Verka-
mannafélagsins Dags-
brúnar, þeirrar, sem
kölluð var rauða stjórn-
in, einmitt þegar Dags-
brún háði sitt fræga
samúðaryerkfall með
verkakvennafél. Fram-
sókn í Reykjavík 1926.
Á Alþýðusambandsþingi
1926 var hann, ásamt
Hendriki Ottóssyni og
Ólafi Friðrikssyni,
fremsti málsvari vinstri-
armsins og lét eftir-
minnilega að sér kveða
með frábærum mál-
flutningi sínum gegn
inngöngu Alþýðusam-
bands íslands í 2. Inter-
nationale — hið svik-
samlega samband hægri
aflanna í verkalýðs-
hreyfingunni. Eftir
hann liggur mikið starf
í stéttarsamtökum tré-
smiða, enda var hann í
stjórn Trésmiðafélags
Reykjavíkur árum sam-
an.
★
29. sept. s.l. var Gunn-
ar Jóhannsson alþingis-
maður og formaður
verkamannafél. Þróttar
á Siglufirði sextugur.
Gunnar hefur verið
starfandi maður í ís-
lenzkum verkalýðssam-
tökum þrjá áratugi eða
meir og jafnan staðið
þar sem bardaginn var
harðastur. Starf sitt í
verkalýðsmálum hóf
hann í Reykjavík í
vinstri armi Alþýðu-
flokksins. Hann fluttist
til Siglufjarðar 1928 og
hefur jafnan síðan stað-
ið þar í fylkingarbrjósti
í verkalýðsbaráttunni.
— 1932 var hann kjör-
inn formaður verka-
mannafélagsins þar í
harðri baráttu við
hægri öflin á Siglufirði.
— 1934 var Gunnar kos-
inn í bæjarstjórn og
hefur stöðugt síðan ver-
ið bæjarfulltrúi verka-
lýðsins á Siglufirði. —
Á tímabilinu 1942—48,
þegar sameiningarmenn
höfðu forystu fyrir Al-
þýðusambandinu, var
Gunnar í sambands-
stjórn sem fulltrúi
Norðlendingafjórðungs.
— Og sjaldan munu
verkalýðssamtökin hafa
ráðið svo ráðum sínum
á landsmælikvarða í
kaupdeilum á síðari ár-
um að Gunnar hafi ekki
þótt þar sjálfsagður
fulltrúi síns staðar eða
landsfjórðungs. — Við
síðustu alþingiskosning-
ar var hann kjörinn sem
210
VINNAN og verkalýBurinn