Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 52

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 52
uðu sig við að slíkar kringumstæður væru ekki án fordæmis í mannheim- um. Það var nefnilega alveg útilokað að Elmar gæti verið faðir að kálf ■ inum. Aliur gauragangurinn á heims- sýningunni hafði reynt svo á taugar bola, að hann hafði algerlega misst áhugann fyrir hinu kyninu. En þessi staðreynd fékk ekki að kasta nein- um skugga á gleðina yfir fæðingu Beulah. Heillaóskaskeyti og bréf tóku að streyma að frá öllum 49 fylkjum ríkjasambandsins, forystumenn í op- inberu lífi þjóðarinnar sendu viðeig- andi skírnargjafir og stjörnuspámað- ur reiknaði út framtíð Elsu eflir af- stöðu ýmissa stjörnumerkja á fæðing- ardegi hennar. Samkvæmt stjörnuspánni átti Elsa að deyja í hárri elli. Þetta reyndist þó ekki rétt, því dauða hennar bar að í umferðarslysi nokkrum árum seinna, þegar hún var á leið til kvöld- verðar í einum helzta matsölustað New Yorkborgar, „Restaurant Sardi“. Þetta skeði í maí-mánuði 1941, þegar herir nazismans höfðu lagt undir sig mest alla Evrópu, og teygðu sig fram til heimsyfirráða. Flest blöð Banda- ríkjanna vörðu þó meiru af rúmi sínu í að skýra frá hinum sorglegu afdrif- um Elsu, en til að birta leiðinlegar frásagnir af málum hinnar þrasgjörnu Evrópu. Þúsundir alvarlega þenkj- andi manna sendu mjólkurhringnum sorgarkransa og samúðarskeyti. Það væri mikil fákunnátta um bandaríska auglýsingatækni, ef menn ímynduðu sér að erfidrykkjan hefði orðið endir ævintýrisins um Elsu. Brátt var ný Elsa komin fram á sjón- arsviðið, og sú lét ekki minna að sér kveða. Frá upphafi voru gerðar ráð- stafanir til að tryggja nýju Elsu það Það var sögulegt augnablik þegar herir Sovétrikjanna og Bandaríkj- anna mættust viff Elbufljót undir stríffslokin 1945. — Myndin sýnir Bandaríkjamenn úr hópi þeirra, er viffstaddir voru á hinu sögulega augnabliki hjá Elbu, stadda í Moskvu í boffi s.I. sumar. langlifi, sem stjörnurnar höfðu heitið fyrirrennara hennar. Einum af starfs- mönnum mjólkurhringsins datt það snjallræði í hug, að láta vinsældir og metorð Elsu skiptast jafnt á milli þriggja einstaklinga. Hann viður- kenndi seinna að hugmyndina hefði hann fengið frá kenningum kristin- dómsins um heilaga þrenningu. Síðan 214 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.