Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 54

Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 54
í mótsögn við lífsferil hennar". Ásýnd Elsu á að vera „aðlaðandi", en má ekki bera vott um „munaðargirni“. Hún á að vera „móðurleg, en jafn- framt unaðsleg“. T. d. á hún að hafa „kvenlega grannar hendur og hand- leggi“. Sama gildir um öklana, o. s. frv. o. s. frv. Þeir drættir í mynd Elsu, sem eiga að tjá „andlegt líf“ hennar, eiga að miðast við það sem hæfa mundi „góðri bandarískri hús- móður“. „Elsa er orðin“, að sögn á- byrgra aðila, „einn af sterkustu per- sónuleikunum í opinberu lífi Banda- ríkjanna ....... Hún sameinar það hvorttveggja að vera móðir og hefð- arkona .... enda þótt barnauppeldið og hússtjórnin séu hennar hjartans mál .... Hún sýnir aldrei nein merki heimskulegra heilabrota, en er þvert á móti sönn ímynd heilbrigðrar skyn- semi .... Hún er aldrei hirðulaus í framkomu, enda þótt hún geti leyft sér hispursleysi að vissu marki ....“ Whiteside nefnir sem dæmi um hið vammlausa líferni Elsu, að fyrir nokkrum árum varð að afþakka til- boð frá einum af þekktustu hljóm- sveitarstjórum New York borgar, um að þau Elsa kæmu sameiginlega fram á stórri dýrasýningu í Texas. Þessi hljómsveitarstjóri var nefnilega þekktur fyrir nokkuð vafasamt val á viðfangsefnum og fremur léttúðugt einkalíf. Staða Elsu í bandarísku menningarlífi leyfði ekki að hún væri á nokkurn hátt bendluð við slíkan mann. „Þessi bannsetta kýr hefur smátt og smátt skapað sér lýðhylli á borð við sjálfan George Washing- ton“, sagði einn af forstjórum mjólk- urhringsins þegar hann skýrði White- side frá hinu afþakkaða tilboði Eftir andartaks umhugsun bætti hann við: Þura í Garði og Theódór I’heódór Daníelsson kennari var ein- hverju sinni að heyskap með Þuru í Garði úti í Mikley í Mývatni. Þau rökuðu þar ljá í grasigrónum gíg, sem kallaður er Víti. Nokkru seinna, þegar fundum þeirra bar saman og Þura spurði frétta, kvað Theódór það helzt nýmæla, að hann væri orðinn náttúrulaus. Þuru fannst slíkt und- arlegt mjög og kvað: Þú hefur Teddi mikið misst: mannlegu náttúruna. Þína fyrr ég pekkti lyst, pá var allt i funa. Theódór hugsaði málið um stund og svaraði. Ef afi cg var ástagjarn, pað alla daga sýti að ég ekki bjó til barn á botninum i Víti. S T A K A Til eru menn er slá og slá og slægjum raka í flekki, hafa þó aldrei hönd á Ijá og hrífu nota ekki. Sigurður Kristjánsson. „Það væri annars rétt að athuga það við tækifæri hvort Washington spjar- ar sig á móti Elsu í skoðanakönnun.“ Lausl. þýtt. 216 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.