Vinnan og verkalýðurinn - 01.12.1955, Side 55
Guðrún Jónsdóltir, minning
Guðrún Jónsdóttir lézt 4. nóv. s.l.
á Landakotsspítala 66 ára að aldri.
Með henni er fallinn merkur og glæsi-
legur brautryðjandi í sögu verka-
lýðssamtakanna. Hún var ein þeirra
kvenna, er áttu meginfrumkvæði að
stofnun fyrsta verkakvennafélagsins
í Vestmannaeyjum 1926, Verka-
kvennafélagsins Hvatar, og ein aðal-
forystukona þess. Öll þau ár, er hún
dvaldi síðan í Eyjum var hún eins og
sjálfkjörin forystukona í verkalýðs-
samtökum þar, og gengdi ýmsum
trúnaðarstörfum sem fulltrúi verka-
lýðsins út á við. Guðrún var óvenju
gáfuð kona, skapföst og trygg, og ef
því var að skipta vel máli farin og
skelegg svo af bar. — Og hve geysi-
legt afrek á sviði félagsmála hefði
ekki getað legið eftir mann sem hana,
ef mikið heilsuleysi og erfiðar ástæð-
ur hefðu ekki komið til. — Og þó
verður sögulegt hlutverk hennar í
verkalýðsfélögunum vandmetið til
fulls og starf hennar seint þakkað
eins og vert er.
Lýsing á rrverkalýðs-
leiðtoga”
í blaði sænska verkaiýðssambands-
ins, Fackforeningsrörelsen, er út kom
10. maí s.l. er grein um nýafstaðið
þing ICFTU, Samband frjálsra verka-
lýðsfélaga, sem sænska sambandið er
meðlimur í. í blaðinu gætir lítillar
hrifningar af þessari samkundu og
sérstaklega hefir það sitt hvað að
athuga við framkomu „hins fræga
Irving Brown frá AFL í Bandaríkj-
unum, sem hver félagsmaður með
heilbrigðri skynsemi myndi eiga
erfitt með að taka alvarlega“. Og
blaðið segir: „Takmarkalaust sjálfs-
álit og mælgi ásamt þröngsýni,
sem reynt er að dylja með inn-
antómu orðagjálfri er ekki líklegt til
að skapa honum álit meðal verka-
lýðsins. Jafnvel athyglisverðar til-
lögur missa marks og verða tortryggi-
iegar þegar þær eru frambornar með
heimskulegum rembingi Browns.
Hálfrugluð framkoma hans ber ó-
ræk merki þeirrar geðæsingar sem
illu heilli hefir sett mark sitt á þjóð-
líf Bandaríkjanna, hin síðari ár . . . . “
Víðar guð en í Görðum. Það hefur
víðar rignt mikið s.l sumar en hér
sunnan- og vestanlands. í Tékkósló-
vakíu hefur rignt meira í júlímánuði
s.l. heldur en þar eru dæmi til s.l.
105 ár.
VINNAN og verhalýðurinn
217