Goðasteinn - 01.09.1988, Page 11
Pálmi Eyjólfsson:
Mar kar flj ótsbrúin
Þá tóku Rangæingar til sinna ráða
Það var síðla hausts árið 1933 að Einar bóndi Stefánsson að
Bjólu í Djúpárhreppi ók fyrstur manna á bíl yfir brúna á Markar-
fljóti. Þá voru 42 ár liðin frá því brúin á Ölfusá var vígð. Gamla
fallega hengibrúin sem var byggð af þeirri framsýni, að hún átti að
geta borið járnbrautarlest. Árið 1895 er svo fyrri Þjórsárbrúin vígð,
1912 og 1914 koma brýr á Rangárnar. Sú við Ytri-Rangá var nefnd
Járngerður, en brúin á Eystri-Rangá hjá Djúpadal var nefnd Stein-
gerður.
Með hinni miklu brú, sem byggð var yfir Markarfljót fyrir réttum
fimmtíu og fimm árum voru enn ein tímaroót mörkuð í samgöngu-
sögu landsins. Langþráður draumur hafði ræst, nýr timi upprunn-
inn í byggðunum austan Fljótsins. Eyfellingar og Skaftfellingar
komnir í akvegasamband.
Sex þúsund dagsverk voru unnin vorið og sumarið 1933 við
brúargerðina sjálfa, en tólf þúsund dagsverk við varnargarðinn upp
í Stóru-Dímon, sem er 2000 metra langur og beinir böldnum jökul-
álunum undir brúna. Áður en brúin á Markarfljót var gerð höfðu
nokkrir kjarkmiklir og útsjónarsamir bílstjórar gamla skólans ekki
látið mórauða álana á vatnasvæði Markarfljóts hefta för sína. Þeir
þræddu brotin, þekktu hvar sandbleytan leyndist í eyraroddunum,
létu strauminn vinna með farartækjum sínum, með því að fara
undan, þar sem því var við komið. Menn lærðu líka að búa bíla sína
undir þennan vatna akstur með því að breiða yfir kveikjuna, taka
af viftureimina og jafnvel að framlengja púströrið, þannig að vatn
næði ekki að renna inn í það.
Úr hópi þessara bílstjóra sem óku yfir vötn og vegleysur nefni ég:
Brand Stefánsson í Vík, Óskar Sæmundsson frá Garðsauka, Ólaf
Auðunsson frá Dalsseli, Bjarna Runólfsson í Hólmi, Sigfús
Goðasteinn
9