Goðasteinn - 01.09.1988, Page 13
bréf um málið. Sýslumaður svaraði bréfi Páls Zophoníassonar og
sagði að ekki skyldi standa á sér að hvetja fólkið í héraðinu til að
leggja fram loforð um lán.
Þegar Sæmundur Ólafsson, oddviti og sýslunefndarmaður á
Lágafelli heyrði um bréfið frá Páli, sagði hann: „Já, ég er tilbúinn”
og lét athöfn fylgja orðum og safnaði 23 þúsund krónum í sveitinni
sinni, sem ekki var þó fjölmenn. í Vestur-Landeyjahreppi söfn-
uðust 13 þúsund krónur. Að Landeyingum undanskildum voru það
Landsveitarmenn sem lang mest lögðu af mörkum.
Annars var sérstök nefnd sem annaðist fjáröflun, en hana
skipuðu: í Reykjavík A. Johnson, gjaldkeri í Landsbankanum. Jón
Kjartansson, þá ritstjóri Morgunblaðsins síðar sýslumaður í
Skaftafellssýslum og þingmaður Vestur-Skaftfellinga, og Vigfús
fræðimaður Guðmundsson frá Engey.
í Rangárvallasýslu voru sýslumanni til aðstoðar við fjársöfnun
og lánsloforð, séra Sveinbjörn Högnason síðar prófastur á Breiða-
bólsstað og Ágúst Andrésson hreppstjóri í Hemlu í Vestur-
Landeyjahreppi. Samtals söfnuðust kr. 289.000,- í Rangárvallasýslu
og í Reykjavík. Þar af lögðu verkamennirnir sjálfir fram kr. 66.000,-
gegn Ríkisskuldabréfum.
í þessum stórmerka áfanga í samgöngumálum landsins áttu
margir mætir menn hlutdeild, þar á meðal Guðbrandur Magnús-
son, fyrsti kaupfélagsstjóri í Hallgeirsey og Vatnafélagið, sem
Sigurþór Ólafsson oddviti í Kollabæ stýrði af festu og síðar
Sigurður Tómasson bóndi að Barkastöðum.
En víkjum nú sögunni til vorsins 1933. Það var í aprílmánuði sem
brúarsmiðirnir byrjuðu að reisa tjöld á bökkunum austan við fyrir-
hugað brúarstæði, lítið eitt norðvestan við Litlu-Dímon. Þar þurfti
að byggja aðstöðu fyrir eldhús, borðsal, herbergi fyrir verk-
fræðingana þá Jón ísleifsson, sem hafði umsjón með verkinu ásamt
Árna Pálssyni. Yfirbrúarsmiður var Sigurður Björnsson, sem
byggði margar stórbrýr og naut trausts og virðingar fyrir störf sín,
og var heiðraður eftir smíði á hafskipabryggju á ísafirði 1924 og
eftir smíði árbrúar á Héraðsvötn 1927.
Raðir af tjöldum risu þarna á bakkanum enda voru ráðnir til
þessarar mannvirkjagerðar 250 manns, flestir úr Rangárvallasýslu.
Goðasteinn
11