Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 14
Skammt frá tjaldbúðunum var reist járnsmiðja þar sem menn stóðu
við aflinn langa daga.
Nokkur hluti starfsmanna hafði aðsetur í Stóru-Dímon, en þar
réð ríkjum Ólafur Bjarnason, verkstjóri frá Þorvaldseyri á Eyrar-
bakka. En samtímis brúargerðinni var byrjað á varnargarði frá
vestri brúarenda upp í Stóru-Dímon og er garður þessi 2000 metrar
að lengd. Við fyrstu gerð var hann tveggja metra hár, en hefur síðan
bæði verið breikkaður og hækkaður eftir að stórvirk tæki komu til
sögunnar, en við upphaflegu gerð garðsins voru notaðar hjólbörur
og eins og hálf tonns bílar, sem grjótið var flutt á. Nú er góð akbraut
upp á garðinum. Þar sem garðurinn var byggður voru margir vatns-
farvegir eða álar eins og Eyfellingar nefndu árfarvegina. Þurfti að
smíða margar bráðabirgðabrýr, bæði vegna aðflutninga að brúar-
gerðinni og vegna grjótflutnings í garðinn. Voru þessar bráða-
birgðabrýr, sem allar voru gerðar úr timbri, um tíma nálægt 200
metrar að lengd, og 20 talsins. í dag er græn slikja í gömlu árfar-
vegunum og mosinn farinn að festa rætur.
Oft var erfitt og vosbúðarsamt að stífla þessa ála, en til þess var
notað timbur, strigapokar fylltir af möl og grjóti. Allt grjót í garð-
inn var tekið í Stóru-Dímon. Þar er á nokkrum stöðum blágrýtis-
hryggir, en að mestu er Dímon úr móbergi eða þursabergi. Blágrýtið
var mjög sprungið svo að erfitt reyndist að bora í það, og vildu
borarnir, sem voru nokkrir metrar að lengd, festast og var tímafrekt
að losa þá. Thttugu þúsund bílhlöss voru flutt þetta sumar í
garðinn, en eins og áður segir báru bílar þá aðeins eitt og hálft tonn.
Fengu vörubílarnir 3 kr. og 60 aura á tímann og var unnið í tíu
klukkustundir daglega. Verkamannakaupið var 90 aurar á klukku-
stund, en þegar unnið var í sýsluvegum var kaupið 65 aurar á
tímann. Brúarsmiðirnir, sem margir voru úr Reykjavík munu hafa
haft eitthvað á aðra krónu á tímann. Verkamannakaup í Reykjavík
mun á þessu ári hafa verið 1,36 á klukkustund.
Malarmokstur í garðinn var allur unninn með handverkfærum.
Mokuðu menn þetta sumar 10 þúsund tengismetrum af möl og
þætti það þrælavinna í dag.
Austan brúarinnar var einnig gerður varnargarður 160 metrar að
lengd af sömu gerð og aðalgarðurinn, grjótið í hann var sótt í
12
Goðasteinn