Goðasteinn - 01.09.1988, Page 16
þarna yrði samankominn meiri mannfjöldi en áður hafði þekkst á
útisamkomu þegar frá er talin Alþingishátíðin 1930.
Sýslunefndin lét prenta sex þúsund aðgöngumiða en sjöþúsund
manns munu hafa sótt hátíðina. Aðgöngumerkin kostuðu 1 krónu
fyrir alla yfir 14 ára og var myndarleg atriðaskrá innifalin í verðinu.
Allur ágóði af brúarhátíðinni að frádregnum beinum kostnaði var
látinn ganga til bágstaddra á jarðskjálftasvæðinu í Dalvík og
Hrísey, en eins og kunnugt er urðu þar miklir jarðskjálftar vorið
1934 sem ollu miklu tjóni.
Um kl. 13.00 hófust hátíðahöldin á hlýlegu hátíðarsvæði við
Litlu-Dímon. Andrúmsloftið minnti á Alþingishátíðina. Guðs-
þjónusta hófst með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék undir til-
komumikilli stjórn Páls Isólfssonar, sem sveiflaði tónsprotanum
þarna í sumarblíðunni, en Páll hafði einnig komið með söngflokk
úr bænum. í Morgunblaðinu mátti lesa eftir hátíðina. „Fer einkar
vel á því að hafa lúðraflokk og söngflokk saman á útisamkomu, því
horr.in hljóma svo vel undir berum himni og bera uppi sönginn”
Eyfellingar höfðu einmitt kosið sér prest þetta vor. Séra Jón M.
Guðjónsson frá Brunnastöðum, sem síðar varð sóknarprestur á
Akranesi. Honum mæltist vel og skörulega. Hann lagði út af
textanum „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma
í heiminn!’ Messugerðin var áhrifarík. Um sjö þúsund manns sátu
í sólgolunni norðan og austan í hátíðarsvæðinu.
Því næst steig Björgvin Vigfússon, sýslumaður í ræðustólinn og
setti vígsluhátíðina. Hann gat þess að þrjú meginöfl hefðu hrundið
þessum miklu mannvirkjum á stað: Þekking, líkamleg orka og
fórnfýsi. Verkfræðingar hefðu lagt fram þekkinguna, verkamenn-
irnir hina líkamlegu orku, en fórnfúsir héraðsbúar hefðu lagt fram
fjármunina. Að ræðu lokinni voru sungin brúarljóð önnu Vigfús-
dóttur frá Brúnum sem hefjast með þessum orðum: „í brattsækni
þjóðar um batnandi kjör, hver brú er sem hlekkur í festi”
Atvinnumálaráðherra, séra Þorsteinn Briem flutti vígsluræðuna.
Lýsti hann m.a. þeirri þýðingu sem samgöngur hefðu fyrir land-
búnaðinn. Samgöngur væru frumskilyrði þess, að sveitir landsins
gætu horfið frá þúsund ára gamalli rányrkju og snúið sér að jarð-
yrkjubúskap. TVeir ræðuskörungar höfðu verið fengnir úr Reykja-
14
Goðasteinn