Goðasteinn - 01.09.1988, Page 17
vík, Ragnar E. Kvaran, sem mælti fyrir minni íslands og dr.
Guðmundur Finnbogason, sem mælti fyrir minni Rangárþings.
Þegar fyrri brúin á Þverá var vígð orti Þorsteinn Gíslason, brúar-
Ijóð sem síðar varð Héraðssöngur Rangæinga, „Inn í faðminn
fjalla þinna.” Steinn Sigurðsson, kennari í Hafnarfirði gerði brúar-
ljóð sem var sungið og leikið á hátíðinni og Frímann Einarsson,
flutti þar frumsamið kvæði. Ekki er í atriðaskránni ágætt brúarljóð
Guðmundar Daníelssonar, skálds frá Guttormshaga sem þar hefði
sómt sér vel. Miklum danspalli hafði verið slegið upp og veitinga-
tjöldum, þar á meðal Rangæingabúð, sem Jón Ólafsson, alþingis-
maður frá Sumarliðabæ og Tómas Tómasson frá Miðhúsum,
stofnandi og forstjóri Ölgerðarinnar, Egils Skallagrímssonar, gáfu
Rangæingum á Alþingishátíðinni 1930. Rangæingabúð var
nokkurs konar færanlegt félagsheimili í héraðinu um langt árabil,
og setti lengi stóran svip á gömlu Þjórsármótin, sem var þjóðhátíð
Sunnlendinga um áraraðir.
Það var sannarlega vorhugur í Eyfellingum og Skaftfellingum
þennan bjarta dag 1. júlí 1934. Þar sem Skarphéðinn stökk forðum
12 álnir yfir Markarfljót var nú komin traust brú, sem enn hefur
ekkert látið undan hinum þungu samgöngutækjum nútímans.
Um kvöldið blandaðist harmonikumúsíkin hinum þunga nið
Fljótsins. Kreppuárakynslóðin steig dansinn, gladdist og söng hátt.
Kynslóðin sem lifði með erfiðleikunum kallaði ekki öll verkefni
vandamál. Úrtölumenn létu ekki í sér heyra. Vörn hafði verið snúið
í sókn, sem síðan hefur haldið áfram. Kvöldið var fagurt á Fljóts-
bakkanum. Oft hafa menn orðið góðglaðir af minna tilefni og
vissulega biðu nú bjartari tímar hinna blómlegu sveita austan
Markarfljóts.
Goðasteinn
15