Goðasteinn - 01.09.1988, Page 21
Böðvar Guðmundsson:
Á Njáluslóðum
Jón Böðvarsson segir frá í útvarpsviðtali við
Böðvar Guðmundsson fyrir um tveimur áratugum
Á dögunum héldum við á Njáluslóðir í Rangárþingi. Okkur til
leiðsagnar var Jón Böðvarsson, sem er hverjum manni betur að sér
um staðfræði Njálu. Við lögðum fyrst leið okkar upp með Rangá,
að Stóra- og Minna-Hofi, þaðan að Þingskálum og yfir til Fljóts-
hlíðar, gegnum Vatnsdal. Svo reyndum við að elta uppi fleiri Njálu-
staði á Suðurlandi, eftir því sem tími gafst til og vatn og veður
leyfðu.
I.
Við erum staddir við hliðið heim að Minna-Hofi, sem forðum var
kallað Hof annað. Þar bjó Skammkell, einn af illmennum Brennu-
Njálssögu, lítill karl, sem sjálfsagt hefur verið óánægður með til-
breytingarsnautt líf og viljað hafa ævintýri í kringum sig, viljað vera
þátttakandi í stórum hlutum, en ekki haft kjark til þegar honum
stóð til boða að sýna manndóm.
„Hér skammt fyrir sunnan er Stóra-Hof, hinn forni bústaður
Marðar Valgarðssonar. Nú stendur þessi bær niður við Rangá.
Forðum var bærinn uppi á hæðardragi, nokkru vestar, þar sem
útsýni er gott, meðal annars til Rangár. Hér fyrir neðan var vað á
Rangá, sem þekkt er úr sögunni. Þar er fyrsti Rangárbardaginn
þegar Otkell og förunautar hans falla fyrir Gunnari og Kolskeggi.
Otkell kemur frá Stóradal, ríður framhjá og Gunnar á eftir honum
yfir svokallaða Geilastofna, sem enginn veit nú nákvæmlega hvar
eru, og kemur að vaðinu á ánni á undan Otkatli. Síðan verður þar
bardagi.
Goðasteinn
19