Goðasteinn - 01.09.1988, Page 24
til norðvesturs, að Rangá, hjá Knafahólum og síðan til Þingskála.
Nú er þetta torfær leið. Á söguöld var þarna byggð, sem Hekla
hefur breytt í auðn.
í norðaustri eru rústir bæjanna að Sandgili og Tröllaskógi. Deilur
Gunnars við bændur þar leiddu að lokum til þess að hann varð
sjálfur lífið að láta. Hér blasir Hekla við, Bjólfell og Búrfell. Ef við
lítum til suðurs sjáum við leiðina úr dalsmynninu meðfram Vatns-
dalsfjalli og niður að Þorgeirsvaði. Þaðan lá gata vestur að Kirkju-
bæ. Þessa leið hefur þrællinn Melkólfur fetað þegar hann fór að
stela í Kirkjubæ. Keldur sjálfar koma ekki mikið við söguna. Þó
hefur mörgum Njálulesanda verið hlýtt til Ingjalds Höskuldssonar
á Keldum. Hann var eini maðurinn sem hafði heitið því að fara að
Njáli og sonum hans, en brást Flosa og var ekki í hópi brennu-
manna. Systir hans, Hróðný Höskuldsdóttir var frilla Njáls og
móðir Höskulds Njálssonar. Hún átti bú hér í grennd.
V.
Skammt fyrir vestan Keldur liggur vegur upp að Reynifelli. Á
þeirri leið förum við yfir Rangá. Skammt frá brúnni er svo kallaður
Gunnarssteinn. í vesturátt þaðan eru Knafahólar. Aðdragandi
bardagans við Knafahóla er að Gunnar hafði lent í deilu við
bændur í Sandgili og Tröllaskógi. Fram höfðu farið hestavíg sem
lauk með ósköpum. Skömmu seinna fór Gunnar á Hlíðarenda í
vinarboð til Ásgrims Elliðagrímssonar í Bræðratungu, þótt Njáll
hefði varað hann við. Þegar Gunnar hafði setið um hríð í Bræðra-
tungu bauð Ásgrímur að senda með honum menn en hann vildi ríða
austur með bræðrum sínum, Kolskeggi og Hirti, en ekki hafa annað
lið.
Sigurður Svínhöfði hét bóndi við Þjórsá, sem hélt uppi njósnum,
og gerði vart við þegar Gunnar reið austur. Þeir sátu fyrir Gunnari
30 saman við Knafahóla. Þegar Gunnar var kominn yfir Þjórsá
syfjaði hann mjög, lagðist til hvíldar og lét illa í svefni. Ekki vöktu
þeir bræður Gunnar heldur létu hann njóta draumsins. Þegar
Gunnar vaknaði sagðist hann ekki hafa farið svo fámennur frá
Tungu, ef hann hefði þá dreymt þennan draum. Draumurinn var
þess efnis, að vargar sætu við Knafahóla og þeir rifu í sig Hjört
22
Goðasteinn