Goðasteinn - 01.09.1988, Blaðsíða 25
bróður hans. Ekki vildi Gunnar snúa við og safna liði heldur hélt
áfram för. Er þeir nálgast Knafahóla sjá þeir að spjót koma upp
með hólunum og Gunnar segir, að sér komi ekki á óvart að draumur
hans sannist. Þeir þeysa milli hólanna niður að Rangá. Gunnar
segir að hann viti þar vígi nokkurt. Þar búa þeir um sig, á steininum
niður við ána. í sögunni stendur að þarna sé nes, en fram kemur,
bæði þar og víðar að nes táknar þarna árbakki, ekki tangi, eins og
við erum vön. Nægir til sönnunar um merkinguna að minna á að
leiðin inn í Þórsmörk, milli Eyjafjalla og Markarfljóts heitir Langa-
nes og hver sem þar fer um sér að þessi gamla merking orðsins á við
þar.
Bardaginn, sem venjulega er kenndur við Knafahóla, var því við
Rangá og ég hygg að séu um 3 km frá Knafahólum niður að Rangá.
Þegar við lesum frásögn Njálu af bardaganum þar sem þeir
bræður þrír eiga í höggi við 30 manns, virðist ákaflega ólíkindalegt
að þeir komist undan. í Landnámu er sagt frá sama bardaga þar.
Hann er ákaflega myndríkur í frásögn þessi bardagi og ég ætla að
segja aðeins frá upphafi hans.
Sigurður svínhöfði, njósnarinn, fór fyrstur, en Gunnar lagði ör
á streng. Sigurður hafði törguskjöld, einbyrðan skjöld úr viði,
kringlóttan. Gunnar skaut í gegnum skjöldinn, inn um augað og út
um hnakkann á Sigurði svínhöfða og féll hann fyrstur. Ákaflega er
óvirðulegur dauðdaginn og greinileg vanþóknun Njálu á Sigurði
svínhöfða. í þessum bardaga féll um helmingur af liði bænda, en
Hjörtur einn af þeim bræðrum. Afleiðing þessa bardaga varð fall
Gunnars á Hlíðarenda.
Þaðan sem Gunnar hefur staðið á steininum og varist ásamt
bræðrum sínum eru að minnsta kosti 20—30 metrar að ánni, en í
frásögn Njálu segir að Gunnar hafi vegið mann með atgeirnum og
skutlað út í ána. Hvernig stendur á þessu?
Ekki ert þú fyrsti maðurinn Böðvar sem spyr þessarar spurningar
og ég get að sjáifsögðu ekki svarað, því að ég get ekki séð nein merki
þess að steinninn hafi skagað út í ána. Ég held hann hafi ekki gert
það. Þetta mætti taka sem dæmi um að frásagnir sögunnar af bar-
daganum gætu ekki staðist. En nú er svo einkennilegt að einmitt
þessi bardagi er betur studdur staðreyndum en flestir aðrir sem frá
Goðasteinn
23