Goðasteinn - 01.09.1988, Page 26
er sagt í fornum sögum. Ekki er einungis að sagt er frá þessum sama
bardaga í Landnámu, heldur vill svo vel til að fyrir allmörgum ára-
tugum kom uppblástur mönnum hér til hjálpar. Upp komu manna-
bein og varð ljóst að þarna voru dysjar. Þær voru rannsakaðar. í
grein eftir Kristján Eldjárn, fyrrum forseta, í bók hans Gengið á
reka segir frá þessum uppgreftri. Þar kemur fram að þar eru grafnir
í einni gröf fjórir menn eða fimm, sem hafa verið vegnir. Beinin eru
höggvin sundur. í gröfinni voru líka ýmsar merkilegar menjar, t.d.
beisli og það sem merkilegast er, beinhringur með ágröfnum
hjartarmyndum. Kristján telur að hann hafi verið eign Hjartar,
bróður Gunnars. Hjartarmyndirnar gefi til kynna að Hjörtur hafi
átt beinhringinn. Hjörtur sjálfur var ekki dysjaður þarna, heldur
þeir sem féllu af liði bænda. Sagt er að þeir Gunnar og Kolskeggur
reiddu Hjört á skildi heim að Hlíðarenda og þar var hann heygður.
VI.
Þegar við förum frá Gunnarssteini ökum við yfir Rangá í áttina
að Þríhyrningi, yfir hraun, sem nú er nokkuð gróið og komum að
bænum Reynifelli. Þar skammt frá hefur bærinn Hrappsstaðir
verið sem nú er ekki lengur til. Við erum hér á slóðum Flosa, því
hann hefur farið hér meðfram Þríhyrningi. Þegar við komum niður
með Rangá sjáum við í Þorgeirsvað.
Við Þorgeirsvað var þriðji bardagi Gunnars við Rangá. í fyrsta
bardaganum féll Otkell í Kirkjubæ. Sonur hans, Þorgeir Otkelsson,
sterkur og vel mannaður vildi halda sætt sem gerð var eftir vígið.
Undir Þríhyrningi bjó Starkaður og síðar sonur hans Þorgeir
Starkarðarson. Eftir bardagann annan Rangárbardaga sem
kenndur er við Knafahóla vildi Þorgeir Starkaðarson hefna harma
sinna á Gunnari og gerðist mikill vinur Þorgeirs Otkelssonar í
Kirkjubæ, fór að finna nafna sinn og gaf honum gjafir. Þegar
vingan var á komin milli þeirra lagði Þorgeir Starkaðarson á þau
ráð að þeir nafnar færu að Gunnari á Hlíðarenda. Þorgeir Otkels-
son var tregur til en lét þó til leiðast. Þeir nafnar safna liði og ætla
að koma Gunnari að óvörum og fara þá eftir Vatnsdalnum yfir
Þríhyrningshálsa. Á leiðinni hvílast þeir og sofna í skóginum og þá
kemst Njáll að því að þeir eru á leiðinni og gerir Gunnari aðvart.
24
Goðasteinn