Goðasteinn - 01.09.1988, Page 27
Þó fyrsta tilraun heppnist ekki gefst Þorgeir Starkaðarson ekki upp
heldur leitar ráða hjá Merði sem gefur honum ráð sem dugir. Ráðið
er að hvetja Þorgeir Otkelsson til að fífla Ormhildi frændkonu
Gunnars. Þá verður óþokki með Gunnari og Þorgeiri Otkelssyni.
Nokkru síðar sitja þeir nafnar fyrir Gunnari við vað við norðvestur-
enda Vatnsdalsfjalls. Gunnar og Kolskeggur verjast. Þorgeir
Starkaðarson eggjar nafna sinn mjög og segir að það sjáist síst á
framgöngu hans að hann eigi föður að hefna. Eggjunin dugar.
Þorgeir Otkelsson gengur hart fram og særir Gunnar, en Gunnar
rekur í gegnum hann atgeir og kastar Þorgeiri út á Rangá, rétt eins
og Agli í Sandgili. Líkið rak niður að steini er síðan heitir Þorgeirs-
steinn og vaðið Þorgeirsvað. Þegar Þorgeir Otkelsson var fallinn
flúðu Þorgeir Starkaðarson og fylgismenn hans samkvæmt ráði
Marðar. Þá hafði Gunnar höggvið tvívegis í sama knérunn. Það átti
að endast honum til falls. Nú höfum við komið á alla staðina þrjá
þar sem greint er frá Rangárbardögum Gunnars.
VII.
Þegar við fórum frá Þorgeirsvaði ókum við aftur upp að bænum
Reynifelli og lögðum svo þaðan yfir til Fljótshliðar. Sú er ekki
alfaraleið í dag, þó að hún sé mjög fjölfarin í Njálu. Þar ökum við
upp dalinn, vondar götur og blautar, framhjá Þríhyrningi sem er þá
á vinstri hönd og Vatnadalsfjalli. Vestan undir Þríhyrningi eru nú
tún frá Vatnsdal. Þar er álitið að bærinn Undir Þríhyrningi, þar sem
Starkaður bjó, hafi áður staðið. Við höfum séð inn í Flosadal, sem
er á milli hornanna á Þríhyrningi. Þar faldi Flosi sig eftir að hafa
brennt á Bergþórshvoli.
Sunnan við Þríhyrning eru Þríhyrningshálsar. Frá Þríhyrnings-
hálsum eru svo leiðir eins og frá þeim er greint í sögunni. Rifjum
upp stuldinn í Kirkjubæ. Þegar Melkólfur þræll, sem Gunnar
keypti af Otkatli er sendur til þess að stela fer hann frá Hlíðarenda
upp í hæðirnar, eftir Þríhyrningshálsum og Vatnsdal, framhjá þar
sem bærinn Undir Þríhyrningi hefur staðið og kemur í skarðið að
norðanverðu. Þá skiptast leiðir. önnur liggur norður og vestur að
Knafahólum, hin meðfram Vatnsdalsfjalli. Þá leið hefur þrællinn
farið og sennilega yfir á Þorgeirsvaði. Stefnan þaðan er í vestur að
Goðasteinn
25