Goðasteinn - 01.09.1988, Page 28
Kirkjubæ. Skammt fyrir sunnan Þorgeirsvað eru svo bæirnir Hof
og Minna-Hof. Þegar farið er eftir Vatnsdalnum, eins og við höfum
nú gert, verður augljóst að þessi leið er hin eðlilegasta en ekki eins
og vegir liggja nú, gegnum Hvolsvöll.
Það er oft þegar menn fara um Njáluslóðir að þeir taka ósjálfrátt
mið af þjóðvegum, eins og þeir liggja nú, og skilja þess vegna
söguna ekki nægilega vel.
Fyrst ég nefni Þríhyrningshálsa er gott að minna á að Flosi kemur
Fjallabaksveg og ríður svo meðfram Þríhyrningi að vestanverðu
upp í hálsana og bíður þar. Ef við lítum þaðan til suðurs er Berg-
þórshvoll ekki lengra í burtu en svo að tveggja tíma reið er suður
að Bergþórshvoli.
Margir hafa furðað sig á því að Njáll og synir hans safna ekki liði
þegar þeir frétta að allt er á ferð og flugi í héraðinu og Flosi muni
vera kominn í Þríhyrningshálsa. En þeir geta hvergi leitað sér liðs.
Vinir þeirra eru annaðhvort austan við Markarfljót eða fyrir vestan
Þjórsá. Þeir komast ekki undan og það vita bæði Flosi og Njáll.
Þess vegna er eðilegt að fjölskyldan á Bergþórshvoli biði og Berg-
þóra segi við heimamenn sína að nú megi hver kjósa sér mat, því
hún beri á borð í síðasta sinni.
VIII.
Við stönsum nú hér við afleggjarann heim að Grjótá. í baksýn
er Þríhyrningur. Á Grjótá bjó Þráinn Sigfússon. Þangað fór Hall-
gerður eftir fall Gunnars og Grani sonur hennar. Eftirminnilegur
kafli í Njálu gerist á Grjótá þegar Njálssynir fara og biðja Þráin
bóta eftir hrakningar sem Helgi og Grímur urðu fyrir af hans
völdum í utanferð. í Njálu segir að Skarphéðinn gangi fyrstur, síðan
Kári, þá Höskuldur, Grímur og Helgi. „Er þeir koma að neðan þá
féllustþeim allar kveðjursem fyrir voru. Skarphéðinn mcelti: „Allir
séum vér velkomnir.” Hallgerður stóð í anddyrinu og hafði talað
hljótt við Hrapp. Hún mcelti: „Það mun enginn mcela, sá er fyrir
er, að þérséuð velkomnir.” Skarphéðinn mcelti: „Ekki munu mega
orð þín, því að þú ert annaðhvort hornkerling eða púta.” „Goldin
skulu þér verða þessi orð,” segir hún, „áður þú ferð heim.” Eftir
þetta biður Helgi Þráin bóta. Þráinn neitar og segist ekki hafa vitað
26
Goðasteinn