Goðasteinn - 01.09.1988, Page 35
Bærinn Vorsabær er nú nokkra kílómetra í burtu, við aðalþjóð-
veginn, langt frá þeim bæ sem Höskuldur hefur búið á. Kona
Höskulds var Hildigunnur Starkaðardóttir, frænka Flosa, ein
minnisstæðasta kvenpersóna sögunnar. Hún tók á móti Flosa
frænda sínum og hér steypti hún yfir Flosa skykkjunni sem
Höskuldur var veginn í og mælti:
„Þessa skikkju gafst þú Flosi Höskuldi og vil ég nú gefa þér aftur.
Var hann í þessari veginn. Skýt ég því til Guðs og góðra manna að
ég særi þig fyrir alla krafta Krists þíns og fyrir manndóm og karl-
mennsku þína, að þú hefnir allra sára þeirra er hann hafði á sér
dauðum, eða heita hvers manns níðingur ella.”
Flosi kastaði af sér skikkjunni og rak í fang henni og mælti: „Þú
ert hið mesta forað og vildir að við tækjum það upp er öllum oss
gengdi verst, og eru köld kvenna ráð.”
Nú bjó Höskuldur hér í Vorsabæ. Hvernig stendur á því að hann
er kenndur við Hvítanes og kallaður Hvítanesgoði.”
Mikið hefur verið rætt um þetta örnefni og hvar Hvítanes hafi
verið. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi taldi að Hvitanes hefði
verið milli Bleiksár og Ossabæjarlækjar. Margir fræðimenn drógu
í efa að þessi staðsetning væri rétt uns farið var að athuga
myndunarsögu Landeyja. í tímaritinu Sögu 1967 er mjög fróðleg
grein eftir Trausta Einarsson um landslag eins og það var hér á sögu-
öld. Trausti hefur leitt í ljós að farvegur Affallsins lá ofan úr Fljóts-
hlíð, fram hjá Bergþórshvoli. Vorsabær stóð gegnt nesi sem var milli
Bleiksár og Affallsdalsins. Hér hefur hið forna Hvítanes staðið.
Rannsóknir jarðfræðinga sýna að höfundur hefur verið mjög
staðkunnugur hér.
XIII.
í Njálu segir að brennumenn hafi leynst í dal í hvolnum áður en
að þeir gerðu atlögu að húsum á Bergþórshvoli. Nú er fátt um dali
hér nálægt Bergþórshvoli. Hvernig ætli standi á þessu?
Athuganir Trausta Einarssonar hafa leitt í ljós þennan forna dal,
sem lá úr Fljótshlíð alla leið til sjávar, framhjá Bergþórshvoli. Þetta
var breiður og flatur botn, þriggja til fimm metra djúpur og ef hann
hefur verið kjarri vaxinn, eins og líkur benda til, segir Trausti að
Goðasteinn 3
33