Goðasteinn - 01.09.1988, Page 36
fara hafi mátt óséður alveg ofan úr Fljótshlíð og niður að Bergþórs-
hvoli. Þetta hafi verið eina leiðin til þess að komast leynilega um
hábjartan dag niður að Bergþórshvoli. Við virðum nú fyrir okkur
leifar þessa forna dals þar sem við erum staddir á bökkum skammt
frá Syðri-Úlfsstöðum. Glögglega má sjá hvað auðvelt hefur verið
fyrir Flosa að komast úr Þríhyrningshálsum niður að Bergþórshvoli
með þeim hætti sem sagan segir. Nú stendur í sögunni: dalur er í
hvolnum og eftir því sem ég best veit er þetta orðalag í öllum hand-
ritum. Ef einu smáorði væri breytt og stæði: Dalur var að hvolnum,
eða hjá hvolnum, kæmi allt heim við staðhætti. Þar sem við erum
staddir gæti Flosi hafa leynst og farið síðan heim að bænum hægt
og seint, eins og segir í sögunni. Bergþórshvoll blasir hér við, hvoll-
inn fyrst og bærinn litlu vestar.
XIV.
Við erum á Bergþórshvoli við bæjarhúsin. Hvollinn, sem menn
ímynda sér merkilegan og háan er talsvert lægri en gamla íbúðar-
húsið og varla hefur mikið afreksverk verið að ganga á hann.
Dalurinn í hvolnum er svo lítill að þar gætu varla falist tveir menn
eða þrír hvað þá hundrað manna flokkur með um 200 hesta. Hér
er hæðardrag þar sem hvollinn er austast en vestast í þessu hæðar-
dragi hefur verið grafið og fundist leifar af fjósi, sem brunnið hefur
einhvern tíma um árið 1000. Þetta hefur verið um 30 kúa fjós og er
merkileg staðfesting á því að hér hefur orðið allmikill bruni á þeim
tíma sem sagt er að Njálsbrenna hafi orðið. Hins vegar hafa engar
rústir af bæ fundist og á því má finna mjög eðlilega skýringu. Það
hefur verið siður á íslandi að reisa nýja bæi á rústum þeirra gömlu.
Við getum hugsað okkur að eftir Njálsbrennu hafi nýr bær verið
reistur þar sem hinn gamli stóð. Þá hefur askan verið fjarlægð og
allar brunaleifar. Hins vegar hafi fjósrústir verið látnar vera og
síðan hafi gróið yfir þær. Hafi svo verið má ekki búast við að
nokkurntíma finnist Ieifar af íbúðarhúsi hér.
Hér fyrir vestan okkur er eyðibýli, sem heitir Káragerði. Á milli
þess hæðadrags, sem við stöndum á, og bæjar í Káragerði er lægð
og sennilega er þar Káragróf, sem frá er sagt í brennusögunni: Kári
slöngvaði út eldstokki, stökk út sjálfur og stiklaði með reyknum.
34
Goðasteinn