Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 43
Oddgeir Guðjónsson:
• •
Ornefni og örnefnasöfnun
Þegar Norðmenn komu til íslands og tóku sér bólfestu í landinu
var að mörgu að hyggja. Fyrst þurfti að kanna landið og landkosti
og afmarka það land, sem hver landnámsmaður helgaði sér, og gefa
nafn þeim kennileitum, sem afmörkuðu stærð landsins. Þá þurfti
að byggja hús yfir skyldulið og gefa býlinu nafn. Eflaust hafa sumir
landnemarnir komið með örnefni úr sinu heimahéraði í Noregi og
fært þau yfir á staði í landnámi sínu hér á landi, en flest munu ör-
nefnin vera komin frá landnemunum sjálfum, þeir munu margir
hafa verið glöggir á sérkenni landsins og víst eru mörg þeirra nafna,
sem þeir gáfu snjöll og hljómfögur og hafa jafnvel á sér skáldlegan
blæ.
Sum þeirra örnefna, sem enn lifa munu vera komin frá pöpunum,
sem voru hér fyrir þegar norrænir menn settust hér að. Flest eru
þessi nöfn sérkennileg og hafa á sér framandi blæ og er það
umhugsunarefni að þau skyldu halda velli allt frá landnámstið. Hér
gæti komið til landnám og búseta fólks frá írlandi og Skotlandi
ásamt ánauðugu fólki, sem norrænir menn fluttu með sér til
landsins, má á það benda að mörg þessara nafna er að finna í Holta-
sveit, undir Eyjafjöllum og víðar á sunnanverðu landinu, en þar
voru nokkrir landnámsmenn komnir frá þessum löndum.
Eftir að byggðin þéttist og búfé fjölgaði óx þörfin fyrir fleiri
örnefni og vitna þau mörg um búhætti þjóðarinnar á liðnum
öldum. í flestum sveitum munu vera staðanöfn sem kennd eru við
búfé formanna, má þar nefna svín, geitfé, kýr, hross, sauðfé og ali-
fugla. Þá eru önnur dregin af veiðidýrum svo sem refum, fuglum,
hvölum, selum og jafnvel bjarndýrum. Seljanöfn munu vera í hverri
Goðasteinn
41