Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 44
sveit og minna þau á einn þátt í atvinnusögu þjóðarinnar, en selfarir
munu hafa tíðkast frá landnámstíð og framundir síðustu aldamót.
Nú er þessi þáttur i atvinnulífinu liðin tíð og verður varla tekinn upp
aftur, en seljanöfn og tættur af seljum vitna um þessa fornu þú-
hætti.
Þá eru ekki fá örnefni dregin af akuryrkju, sem mun hafa verið
stunduð víða á landinu á söguöld og fram á miðaldir, allt þar til
veðurfar kólnaði svo korn náði ekki að þroskast og mun þá hafa
skort sáðkorn, en innflutningur á sáðkorni hefur þá verið mjög af
skornum skammti. Þessi búgrein var dæmd til að mistakast á
köldum og stuttum sumrum, jafnvel í góðsveitum á Suðurlandi.
Telja má víst að kornrækt hafi verið reynd til þrautar hér á landi því
landnámsmenn kunnu vel að vinna að akuryrkju, þá kunnáttu
fluttu þeir með sér frá sinni heimabyggð í Noregi.
Enn eru ótalin örnefni, sem eiga sér rætur í trú fólksins á huldu-
fólk, álfa, drauga, tröll og aðrar vættir og eru þau gott innlegg í
örnefnasafn þjóðarinnar. Að lokum má nefna örnefni, sem kennd
eru við slysfarir o.fl. Örnefni eru talin merkur þáttur í þjóðarsög-
unni og því ber okkur, sem búum í sveitum landins skylda til að skrá
þau meðan enn er til fólk, sem smalaði kvíaám, sótti hross og kýr
í haga og þekkti öll örnefni i sínum heimahögum og víðar. Senni-
lega eru nú síðustu forvöð að bjarga örnefnunum frá gleymsku. Nú
er kúm á flestum heimilum beitt næstum eingöngu á ræktað land,
hross höfð í girðingum yfir sumartímann og þau ekki daglega
notuð eins og áður var og sauðfé sjaldan smalað eftir að fráfærur
lögðust niður. Því er augljóst að mörg örnefni hljóta að falla í
gleymsku ef ekki verður hafist handa um söfnun þeirra meðan tími
vinnst til og fólk er enn á lífi, sem kann þau og man. Því vil ég hvetja
allar sveitarstjórnir, ungmennafélög og önnur starfandi menningar-
félög til að taka nú höndum saman og láta skrá öll örnefni, sem
kunn eru, hvert í sínu sveitarfélagi, hafi það ekki þegar verið gert.
Með því verður bjargað frá gleymsku merkum þætti í búskaparsögu
íslendinga.
Þegar örnefni eru skráð, er nauðsynlegt að gera sér í upphafi
grein fyrir því hvernig þetta verk verður best unnið. Best er að byrja
skráningu á einhverju áberandi og vel þekktu örnefni og rekja sig
42
Goðasteinn