Goðasteinn - 01.09.1988, Page 47
Sr. Þorsteinn Benediktsson.
Þótt séra Benedikt væri friðsemdarmaður varð hann fyrir áreitni
sóknarbænda sinna. Undruðust menn þrek hans og stillingu. Séra
Benedikt fékk veitingu fyrir Lundi 1833, Breiðabólstað á Skógar-
strönd 1853 og Vatnsfjörð fékk hann 1868 og var þar til dauðadags.
Páll Eggert Ólason segir um Benedikt í íslenskum æviskrám:
„Var þreklega vaxinn, enda kraftamaður mikill og frækinn maður,
sviphreinn, ljúfmenni hið mesta, búmaður góður, en talinn ekki
mikill klerkurf’ Börn þeirra Agnesar: Séra Þorsteinn, síðast á
Krossi, Guðrún Katrín átti Móritz trésmið Steinsson og Eggert
verslunarstjóri í Papós, síðar bóndi í Laugardælum. Eftir lát séra
Benedikts fluttist frú Agnes á eignarjörð sína hálfa, Signýarstaði í
Hálsasveit, og bjó þar nokkur ár með börnum sínum, þar til
Þorsteinn sonur hennar vígðist að Lundi.
Afi séra Þorsteins, Eggert Guðmundsson fékk Reykholt 1807, en
hafði áður verið prestur að Staðarhrauni og Gilsbakka. Hann varð
prófastur í Borgarfjarðarsýslu 1811 og hélt því starfi til dauðadags.
Kristleifur á Kroppi ségir um séra Eggert: „Hann var talinn mikill
myndarmaður, búhöldur ágætur og fjáður vel. Hestamaður var
hann mikill og voru sumir reiðhestar hans mjög nafnfrægir, enda
allt hans hestakyn orðlagt. Fremri var hann talinn í bústjórn en
prestsverkum, sem voru þó af flestum álitin sæmileg. Sumir töldu
Goðasteinn
45