Goðasteinn - 01.09.1988, Page 48
þó ræður hans léttvægar með köflum og höfðu að skopi setningar
úr þeim” Kona séra Eggerts var Guðrún Bogadóttir úr Hrappsey.
Þau hjón áttu nokkur börn.
Þorsteinn tók stúdentspróf vorið 1876, hlaut II. einkunn.
í Palladómum Lærða skólans 1876 segir um Þorstein Benedikts-
son: „Meðalmaður á hæð, en digur, linar námsgáfur, en búvit gott,
kíminn og gamansamur. Hestamaður hinn mesti. Reglumaður í
góðu lagi.
Hann varð kandidat í guðfræði frá Prestaskólanum sumarið
1878 með II. einkunn betri. Var kennari í Hjarðardal i Dýrafirði
1878—1879. Prestsvígslu tók Þorsteinn 1879 og fékk veitingu fyrir
Lundi sama ár.
Kristleifur segir um prestsskap séra Þorsteins: „Þorsteinn var
lítill bóknámsmaður, en hóglátur, prúður og vinsæll. Embættið
rækti hann af fremsta megni og verður ekki meira af neinum
krafist. En betur þótti hann njóta sín á hesti en í hempu.” Þorsteinn
kvæntist 13. okt. 1881 Guðrúnu Sigríði Rannveigu Knudsen. Hún
dó á Lundi 8. júlí 1882 úr mislingum (Kristl. Þorsteinsson). Séra
Böðvar á Hrafnseyri segir i bók sinni um Hrafnseyri að frú Guðrún
hafi látist af barnsförum mislingaárið 1882. Eftir lát Guðrúnar tók
Agnes við húsmóðurstarfinu hjá Þorsteini syni sínum.
Vorið 1882 flutti séra Þorsteinn frá Lundi, fékk Hrafnseyrar-
prestakall 24. júní 1882. Bú hans i Lundi stóð þó til vors 1883, en
hafði þá misst það að mestu í harðindunum 1882.
Það var raunamaður sem flutti á þann sögufræga stað, Hrafns-
eyri. Hafði misst konu og barn og mikið af efnum. Segir séra
Böðvar, síðar prestur á Hrafnseyri, að borið hafi á þunglyndi hjá
prestinum framan af Hrafnseyrarárunum og hafi hann þá ekki
notið sín að fullu í embætti.
Árið 1883 tók séra Þorsteinn formlega við stað og kirkju. Hann
bjó á Hrafnseyri í 8 ár. Húsmóðir á staðnum var Agnes móðir hans
og mun hafa stjórnað af röggsemi.
Þá er séra Þorsteinn tók við staðnum var þar torfkirkja hrörleg.
Önnur staöarhús léleg. Hann lét reisa nýja kirkju af timbri. Var ekki
nægilega vel um búið að lokinni smíði og þá síst grunninum.
Kirkjan fauk skömmu síðar af grunni og laskaðist, en þó tókst að
46
Goðasteinn