Goðasteinn - 01.09.1988, Page 49
koma henni á grunninn. Þá endurbyggði séra Þorsteinn sum bæjar-
húsin, segir séra Böðvar, en tók sum niður, m.a. skála.
Sighvatur Grímsson Borgfirðingur segir að Þorsteinn hafi byggt
upp öll hús á Rafnseyri (svo). Hann hafi verið þar átta ár með
ærnum kostnaði. Hann hafi þótt frjálslyndur og góðgjarn, en ekki
notið þeirrar virðingar er hann átti með réttu, segir Sighvatur. Þetta
hafi ekki síst orðið til þess að séra Þorsteinn sótti um Bjarnarnes-
prestakall og fékk það árið 1891. Séra Þorsteinn fékk veitingu fyrir
Bjarnarnesi 1. júlí 1891. Tálið er, að Eggert verslunartjóri á Papós,
bróðir sr. Þorsteins hafi hvatt hann til að sækja um Bjarnarnes, sem
var gott brauð og húsakynni í betra lagi. Þá er hér var komið voru
prestskosningar teknar upp að nýju. Var sr. Þorsteinn fyrsti kosni
sóknarprestur í prestakallinu samkvæmt hinni nýju skipan.
Eflaust hafa þau mæðgin farið með skipi frá Bíldudal til Papóss
og hvorki flutt með sér búfé, né búslóð að marki. Landleiðin var
miklu torsóttari.
Séra Þorsteinn hefur að ætla má unað hag sínum allvel í Bjarnar-
nesi fyrstu árin. „Ekki mátti þó verulega út af bregða, svo að sækti
á hann nokkurt þunglyndi, sem fáir vissu raunar um, nema móðir
hansý segir sr. Ágúst Sigurðsson í Fornum frægðarsetrum. „Var
skarð fyrir skildi þegar Eggert fór úr Papósi og settist að á Suður-
landi, en það var þó þyngst er Agnes frá Núpakoti lagði í hina miklu
og hinstu för um fardagana 1903, 78 ára að aldri og hafði þá skipað
frúarsess með manni sínum og syni á 5 prestssetursstöðum í nær 52
ár.
Þorleifur Jónsson í Hólum minnist sr. Þorsteins þó nokkuð ítar-
lega í ævisögu sinni. Hann segir að brátt hafi kvisast, að sr. Þor-
steinn í Hrafnseyri mundi sækja um Bjarnarnesið. Eggert bróðir
Þorsteins sé vel liðinn, myndarmaður mikill, glaðsinna og skemmti-
legur. Sögðu menn sem svo, að ef Þorsteinn líktist bróður sínum,
þá væri mikið efamál, hvort rétt væri að hafna honum.
Þorleifi var úr minni liðið, hvort nokkur sótti á móti Þorsteini,
en svo mun ekki hafa verið. Kosning þurfti að fara fram eigi að
síður, svo sem enn er í gildi.
Þorleifur segir Bjarnarnes afbragðs jörð. Tún stórt og grasgefið
Goðasteinn
47