Goðasteinn - 01.09.1988, Page 50
svo að segja eggslétt, útengi grasgefið, bæði heima og í Skógey,
„enda hafa Bjarnanesprestar oftast efnast vel.”
Sr. Þorsteinn kom í prestakall sitt að úthölluðu sumri 1891, tók
við staðnum næsta vor og hóf þá búskap. Hann sat 14 ár í Bjarnar-
nesi. Var áhugasamur félagsmaður í sveit, búmaður í meðallagi, vel-
viljaður og vænn maður og naut að því leyti hylli manna. Hann var
mikill hestamaður og var yndi hans að ræða um gæðingana.
Þorleifur segir Þorstein hafa verið áhugasaman um félagsmál,
svo sem verslunarsamtök og búnaðarfélög og vel máli farinn ef
hann beitti sér. „En þegar hann var kominn í stól, virtist skorta
nokkuð á skörungsskap í ræðuflutningi. Og fór fólki að leiðast hve
hann var eitthvað daufur í stólnum.” En þá er komið var í bæinn
eftir messu og farið að drekka kirkjukaffið, var prestur ræðinn og
gat verið skemmtilegur.
Kirkjusókn fór heldur hrakandi, enda orðið æði mikið los í trú-
málum. Þóttust menn ekki þurfa guðsorðsins eins og fyrr hafði
verið. Mundi svo hafa verið víðar, en sálusorgurum um kennt.
Þorleifur lýkur kaflanum um séra Þorstein með þessum orðum:
„Hafði hann alls staðar mannhylli, þar sem hann dvaldi, þvi hann
var góður drenguri’
Á Alþingi 1897 var um það rætt að bæta þyrfti séra Þorsteini
tekjurýrt brauð. Sr. Þorsteinn hefði sótt. úr öðrum landsfjórðungi
og treyst brauðsmatinu, sem svo hefði ekki staðist. Bjarnarnes-
umboð hafði verið tekið af prestinum og fengið öðrum. Lands-
höfðingi sagði, að séra Þorsteinn ætli að höfða mál á ríkissjóð. Frá
Bjarnarnesi væri tekið ár hvert 150 kr. af tekjum prestakallsins með
breytingunni.
Eftir aldamót fer sr. Þorsteinn að hugsa sér til hreyfings. Hann
sækir um Mýrdalsþing 1904, en séra Jes A. Gíslason varð hlutskarp-
ari. Árið 1905 fékk séra Magnús Þorsteinsson á Bergþórshvoli
Mosfell. Þá sótti enginn um Landeyjaþing. Stóð svo þar til séra
Þorsteinn sótti um brauðlð síðsumars 1905. Hann fékk veitingu
fyrir Landeyjaþingum 22. desember 1905.
Séra Þorsteinn flutti þá í Landeyjar vorið 1906. Hann var fyrstu
þrjú árin í húsmennsku á Kanastöðum. Þar bjuggu hjónin Geir
ísleifsson og Guðrún Tómasdóttir frá Reyðarvatni.
48
Goðasteinn