Goðasteinn - 01.09.1988, Page 51
Þá er sr. Þorsteinn hóf prestsskap í Landeyjum, í sínu fjórða og
síðasta prestakalli var hann 54 ára að aldri. Nokkru fyrr er talið að
hann hafi hugleitt að segja af sér og borið við raddleysi til tón- og
ræðuflutnings. Af því varð þó ekki fyrr en í fardögum 1919. Hann
undi ekki húsmennskunni til lengdar. Hann tók Krosshjáleiguna
(Hlaðhjáleigu) til ábúðar 1909 og fékk til viðbótar jörð þá er Einar
Nikulásson bjó á, þá er hann flutti í Búðarhólshverfi og tók niður
bæ sinn. Reisti séra Þorsteinn vandað íbúðarhús á staðnum og
nefndi Lund. Kross-nafnið varð þó langlíft í munni Landeyinga.
í fardögum 1909 fór til hans ráðskona, Halla Bjarnadóttir frá
Fitjarmýri undir Eyjafjöllum 38 ára, kom þá frá Markarskarði í
Hvolhreppi. Sigríður Sveinsdóttir, dóttir Höllu fluttist að Lundi
nokkrum árum síðar.
Séra Þorsteinn skrifar Sighvati G. Borgfirðingi 8. des. 1910: „Ég
er búinn að vera fjögur ár í Landeyjum. Hér er útsýni mikið og
fagurt, svo að ég hef hvergi á landinu séð það meira né fegurra. Þrjú
árin fyrstu var ég húsmaður á Kanastöðum, keypti hús og fæði og
hey handa hestum mínum. - Móður mína missti ég 1903 í Bjarnar-
nesi og brá þá búi, en var 2 ár búlaus áður en ég fékk Landeyjaþing.
Ég var orðinn leiður á annexíu-veginum, Hornafjarðarfljótunum.
Að öðru leyti undi ég mér þar vel og fögur sveit er Nesin og menning
þar mikil. Þetta er annað búskaparár mitt hér á litlu býli, sem
kallaðist ýmist Hlaðhjáleiga eða Krosshjáleiga, en er þó sjálfstæð
jörð, lét ég því nefna hana Lund. — Ég bý með bústýru og ungling.
Búið er smátt, 3 kýr, 16 hrosshausar og 10 ær, enda er það ungt”
Séra Þorsteinn keypti jörðina 1910 og 1911 jarðarhlut Einars
Nikulássonar að ætla má. Þá mun Lundur orðinn vel meðaljörð.
Þar var aldrei stórbýli. Tún voru ekki stór, en á engjum mátti ná
allmiklum heyjum í bærilegu árferði. Krossengjar voru afar blautar
en fremur grasfengnar. Nú er þar veltiþurrt eftir að framræslu-
skurðir voru grafnir.
Bú sr. Þorsteins stækkaði verulega frá því sem hann lýsir því í
bréfinu til Sighvats, en stórbú var það ekki. Hrossaeign prests tals-
verð, sauðfjáreign ekki náð hundraði og kýr líklega 3—5.
Séra Þorsteini hefur vissulega þótt súrt í broti að geta hvergi
hleypt gæðingum sínum í námunda við Kross, slíkur hestamaður
Goðasteinn 4
49