Goðasteinn - 01.09.1988, Page 52
sem hann var. Þess var ekki kostur: mýrar til allra átta. Hann fór
þá stundum í útreiðartúra vestur að Hallgeirsey og síðan upp
Affallsbakka. Þar er reiðvegur frá náttúrunnar hendi sem hann
getur bestur orðið. Hafði hann þá meðreiðarsvein, Þorgrím Bryn-
jólfsson, ungan pilt sem átti heima á Lundi síðustu ár séra Þorsteins
þar á staðnum. Þorgrímur hefur verið kaupmaður í Reykjavík í
fjölda ára.
I byrjun aldar voru allmikil umbrot í kristnihaldi í Landeyjum og
skiptar skoðanir um gagnsemina. Innansveitarkrónikur víðar en í
Mosfellssveit. Sóknarkirkja á Voðmúlastöðum tekin niður 1912 og
Sigluvíkurkirkja, en ný kirkja reist í Akurey. í stað þriggja kirkna
í Landeyjaþingum komu þá tvær; líklega átti að spara. „Slíkum
málum sem kirkjuflutningum fylgja undantekningarlaust meiri og
minni leiðindi, en iðulega deilur og jafnvel hörð átök.” (Forn
frægðarsetur IV). Er líklegt að friðsemdarmanni sem séra Þorsteini
hafi verið þetta brölt lítt að skapi.
Séra Þorsteinn var síðasti presturinn sem messaði í Voðmúla-
staðakirkju og Sigluvík. Hann var jafnframt fyrsti prestur sem
þjónaði hinni nýju Akureyjarkirkju. Fyrir nokkrum árum var reist
myndarleg kapella á Voðmúlastöðum.
í Landeyjum hefur öðru hvoru á öldinni gætt áráttu vissra manna
til þess að flæma sálusorgara sína burt úr sóknunum. Var til að
mynda farið af stað með undirskriftarskjal til kirkjuvalda, vísast
samkvæmt paragraf frá 1902, þar sem fara átti fram á að fá annan
prest í stað séra Þorsteins, sem tveimur upphafsmönnum þótti ekki
nógu skörulegur boðandi orðsins. Undirtekir urðu öngvar, málið
brátt úr sögunni. Síðar hefur verið vegið í sama knérunn upp-
hlaupsfólki til lítils sóma.
Eitt með fyrri embættisverkum sr. Þorsteins Benediktssonar var
að ferma þrjú börn úr V-Landeyjum. Fermt var í Stórólfshvols-
kirkju 4. júní 1906. Ekki er vitað hversvegna athöfnin fór ekki fram
í Sigluvíkurkirkju. Fermingarbörnin voru Jón Auðunsson í Kára-
gerði, lengi skósmiður í Vestmannaeyjum, Sigrún Einarsdóttir,
hreppstjóra í Hrauk, og Valdimar Jónsson, Álfhólum, bóndi þar
frá 1927 (f. 1891 d. 1984).
Fyrsta fermingarathöfn séra Þorsteins í Krosskirkju fór fram 26.
50
Goðasteinn