Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 53
Kross í Landeyjum.
Ibúðarhús
sr. Þorsteins Bene-
diktssonar lengst t.v.
maí 1907 á Trínitishátíð. Börnin voru 10: Hannes Hreinsson i Hall-
geirsey, Ólafur Árnason, Skíðbakka (síðar Hólminum), Ólafur
Guðmundsson, Krosshjáleigu, rak lengi gúmmívinnustofu í Vest-
mannaeyjum, Pétur Guðmundsson, Voðmúlastaða-Austurhjá-
leigu, bóndi í Selshjáleigu og Hildisey, Sigursteinn Þorsteinsson,
Álfhólahjáleigu, skósmiður og kaupmaður, Valdimar Þorvarðar-
son, þá á Vestri-Klasbarða, bóndi og smiður í Landeyjum og víðar,
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Ljótarstöðum, Kristín Jónsdóttir, Vestra-
Fíflholti, Þuríður Auðunsdóttir, Fíflholti og Vilborg Guðlaugs-
dóttir, Hallgeirsey. Hún varð síðar eiginkona Hannesar Hreins-
sonar (1892—1983).
Hannes sagði svo frá, að athöfnin hefði staðið frá klukkan 12 á
hádegi til kl. 6. Farið yfir Helgakver allt. Hannes var fyrstur í röð-
inni. Loks lauk fyrri umferð. í annarri umferð lenti Hannes á 13.
kafla. Svo voru búnir allir 18 kaflarnir. Þá hugðist klerkur kanna
kunnáttu barnanna í Fræðum Lúters. Þá gaf Einar Árnason bóndi
í Miðey presti vísbendingu um að hætta. Sr. Þorsteinn flutti tvær
ræður áður en hann hóf spurningarnar. Fyrst fermingarræðu, svo
almenna kirkjuræðu. Margt fólk fór áður en athöfn lauk.
Um kirkjusókn í tíð sr. Þorsteins veit þáttarhöfundur fátt eitt.
Hún var víst vel í meðallagi. Áður fyrr voru almennar tilkynningar
festar á kirkjudyr, a.m.k. var það siður í Vestmannaeyjum, en trú-
lega hætt nokkru eftir aldamót. Auk messunnar sóttu menn til
kirkju almæltar fréttir, hittu vini og kunningja, fóru til að „sýna sig
og sjá aðra”
Goðasteinn
51