Goðasteinn - 01.09.1988, Page 54
Séra Þorsteinn kom að Krossi á sextugsaldri, margreyndur og
mæddur á lífsins göngu. Hann hafði, er hér var komið, verið prestur
í þremur landsfjórðungum og þolað súrt og sætt með sínum
sóknarbörnum, þó líklega meira súrt. Predikanir hans hafa varla
leiftrað af andríki, slíkt er fárra útvaldra. Hann átti erfitt um tón,
en sumir kusu fremur góðan tónara heldur en predikara. En sr.
Þorsteinn var vel látinn af Landeyingum. Fremur fáskiptinn,
jafnvel hlédrægur, en viðræðugóður er samræður voru komnar á
rekspöl. Þótt samband prests og safnaða hafi verið gott, þá mun sr.
Þorsteinn lítt hafa stundað vináttuheimsóknir, enda tíðkuðust ekki
bæjarferðir í Landeyjum nema fólk ætti erindi - jafnvel þó nokkuð
brýn.
Heima fyrir var sr. Þorsteinn afskiptalítill um verkhætti. Bú-
stjórn var falin Eiríki ráðsmanni, síðar Bergsteini og var þá vel fyrir
séð.
Hannes Hreinsson, fermingarbarn sr. Þorsteins heyrði fyrst af
vörum hans orðið „broddfæri”. Bað prestur Þorstein í Hallgeirs-
eyjarhjáleigu að smíða fyrir sig broddfæri. „Hvað á hann að vera
langurj’ spurði Þorsteinn. „Svo sem tvö föng” svarar prestur.
Broddfæri gat verið mannbroddar, líka neðri hluti broddstafs. Þetta
ætti þá að hafa verið 6 álna vatnastöng, sem er í hærra lagi.
Broddstafur gat komið sér vel í húsvitjunarferðum að úthölluðu
ári. í Landeyjum voru ísalög mikil fyrir uppþurrkunina. Þá var
hægt að fara um alla sveit á skautum. Annars er líklegt að klerkur
hafi brúkað sína góðu reiðskjóta í húsvitjunarferðirnar.
Embættisbækur sr. Þorsteins bera með sér, að hann skrifaði all
læsilega rithönd, en nokkuð skortir á um vandvirkni í frágangi.
Stingur það í stúf við fyrirrennarann, séra Magnús Þorsteinsson,
sem var listaskrifari. Nú skrifa fáir vel, margir illa.
Séra Böðvar Bjarnason segir í bók sinni, að sr. Þorsteinn mundi
ekki hafa notið sín sem skyldi í prestsskap „og bera embættisbækur
hans þess nokkurn vott!’ Þá gæti virst að klerkur hafi stundum
verið svolítið annarshugar, t.d. segir í ministerialbók að þáttar-
höfundur sé fæddur 31. september.
Þéringar voru á þessum tíma mjög í heiðri hafðar þótt stundum
yrði almenningi „fótaskortur á tungunni.” Sú saga var sögð í Land-
52
Goðasteinn