Goðasteinn - 01.09.1988, Side 56
tómhentur. Hann bar poka á baki og lagði hann varlega frá sér. Þar
voru þá komnar íslendingasögurnar, útgáfa Sigurðar Kristjáns-
sonar, ærið slitnar. Þetta hefur ekki verið eina góðverkið hans séra
Þorsteins. Ég gleymi því aldrei. Og nú fóru í hönd dýrðardagar, í
heimi fornsagna með öllum sínum æsilegu atburðum.
Séra Þorsteinn „hafði mikinn hug á framförum og réttindum
landsins” sagði Sighvatur Gr. Borgfirðingur. Hann naut trausts og
var kosinn til trúnaðarstarfa, en lítt sóttist hann eftir veraldlegum
frama. Hann var sýslunefndarmaður Borgarfjarðarsýslu 1880—82
og ísafjarðarsýslu um skeið. Var einn fulltrúa úr ísafjarðarsýslu á
Þingvallafundi 1888. Þá var lýst fullu vantrausti á þeim þing-
mönnum, sem á síðasta þingi skárust úr leik í stjórnarskrármálinu.
Og skoraði fundurinn á þá að leggja niður þingmennsku „fyrir
næsta þing”. Ályktun þessa sendu þeir Skúli Thoroddsen, Matthías
Ólafsson og Þorsteinn Benediktsson (Fjallkonan 1888). Þorsteinn
var fulltrúi Austur-Landeyinga á Þingvallafundi 1907.
Séra Þorsteini er svo lýst, að hann hafi verið meðalmaður á vöxt,
með mikið skegg jarpt, en var hvítt fyrir hærum fyrir fimmtugs-
aldur. Hann var spaklyndur og ljúfmenni í viðmóti og dagfars-
prúður. „Hann var vandaður maður og vel látinn af þeim, sem
kynntust honum vel. Var ekki talinn gáfumaður mikill, en kom vel
fyrir og sómdi sér vel.”
Páll Eggert í íslenskum æviskrám: „Valmenni og vel látinn,
áhugasamur um þjóðmál, t.d. stundum fulltrúi á Þingvalla-
fundum”
Sr. Þorsteinn fékk lausn frá embætti 2. maí 1919. Hann andaðist
6. júní 1924, 71 árs.
Halla Bjarnadóttir bjó á Lundi fram til fardaga 1925, fluttist þá
til Reykjavíkur með Sigríði dóttur sinni og Benedikt Einarssyni,
blindum sem var i skjóli þeirra mæðgna og síðar Sigríðar til dánar-
dags.
Á fardögum tóku við jörðinni hjónin Guðni Gíslason frá
Gerðum í V-Landeyjum og Helga María Þorbergsdóttir frá Skógum
í Mjóafirði. Vorið 1961 brugðu þau búi og fluttust að Skógum undir
Eyjafjöllum.
Nú er hús séra Þorsteins, Lundur, fyrir löngu horfið. Guðni og
54
Goðasteinn